Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 10, 2007


Í göngutúr úti á palli



Eyrún og úrillur, nývaknaður herra


Slappað af á sófanum



Á röltinu með Helgu

Dagur í Brekkuskógi

Steingrímur vaknaði upp síðustu nótt og skældi með hvíldum í hálftíma. Hann sofnaði svo aftur og svaf til um klukkan 8. Við áttum góðan morgun og lögðum svo af stað í heimsókn til Magneu vinkonu sem er í bústað í Brekkuskógi. Steingrímur var hinn rólegasti í bílnum á leiðinni, sat með krosslagða fætur og chillaði. Er í bústaðinn kom rölti hann um og fékk sér smá góðgæti með kaffinu. Um kl. 6 örmagnaðist hann og svaf í hálftíma, þá vakti ég hann. Hann var súr í langan tíma eftir það og borðaði ekki mikinn kvöldmat. Síðan var haldið heim á leið og þegar við komum í Álakvíslina fékkst sá stutti til að borða svo hann fór ekki svangur í rúmið. Sofnaði rétt um kl. hálf tólf !

Saturday, June 09, 2007



Sætilíus



Velti stólnum og stangaði hann með kollinum :-)


Hann leik sér heilmikið með stólinn


Stóllinn hennar Örnu er þægilegur :D


Lubbalingur

Í heimsókn í Lautarsmára

Steingrímur svaf til um kl. 8, enda sofnaði hann seint. Hann borðaði eins og hungraður úlfur af morgunmatnum, 2 diskar takk fyrir ! Morgninum var eytt á röltinu en um hádegi fórum við í heimsókn til Sifjar vinkonu og dætra henna, þeirra Örnu og Eyrúnu. Þar fékk Steingrímur hádegismat og síðan skelltum við okkur í Smáralind. Herrann var hinn rólegasti allan túrinn, horfði bara í kringum sig. Honum fannst mjög gaman þegar við vorum úti, en við löbbuðum auðvitað frá Lautarsmáranum og yfir í Smáralind. Í kaffinu gerðist nokkuð fyndið. Arna sat í stólnum sínum og var að drekka kókómjólk. Ég var að gefa Steingrími matarkex og ætlaði svo að gefa honum kókómjólk. Hann skreið að Örnu og starði á kókómjólkina. Svo fór hann bara að öskra ! Hann hætti ekki fyrr en ég lét hann hafa sína kókómjólk og hann kláraði hana á mettíma ! Þessi maður veit hvað hann vill. Hann borðaði ágætlega í kvöldmatnum og fór svo á röltið um alla íbúð. Við fórum svo heim á leið og herrann sofnaði fljótlega, þreyttur eftir góðan dag.

Friday, June 08, 2007


Kominn hringinn í kringum borðið


Rölt um stofuna



Sætar kisur


Hoppað með pabba


Sofandi engill á sumarhátíð

Sofandi á sumarhátíð

Í dag var sumarhátíð leikskólans og ég mætti á staðinn og bjóst við að hitta hressan gaur. Ónei, hann var steinsofandi !! Hann svaf af sér allt fjörið og veitingarnar, vaknaði ekki fyrr en rétt í lokin þegar mamma kom að knúsa hann aðeins áður en ég rændi honum. Okkur tókst að fá safa og kex úr eldhúsinu svo hann fékk amk eitthvað í mallann áður en haldið var heim á leið. Við skelltum okkur svo í Bónus og Steingrímur varð mjög kátur þegar ég náði í Kókómjólkurkippu. Þegar heim kom fór herrann að labba um allt. Hann sleppti löbbunni bara strax og gekk meðfram öllum húsgögnunum. Svaka stuð. Hann borðaði fullan disk af kvöldmatnum enda örugglega svangur eftir að hafa misst af síðdegishressingunni. En minn var auðvitað ekki þreyttur eftir lúrinn langa svo hann liggur enn uppi í rúmi og spjallar við sjálfan sig. Vonandi sofnar hann fyrir miðnætti !