Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, June 09, 2007

Í heimsókn í Lautarsmára

Steingrímur svaf til um kl. 8, enda sofnaði hann seint. Hann borðaði eins og hungraður úlfur af morgunmatnum, 2 diskar takk fyrir ! Morgninum var eytt á röltinu en um hádegi fórum við í heimsókn til Sifjar vinkonu og dætra henna, þeirra Örnu og Eyrúnu. Þar fékk Steingrímur hádegismat og síðan skelltum við okkur í Smáralind. Herrann var hinn rólegasti allan túrinn, horfði bara í kringum sig. Honum fannst mjög gaman þegar við vorum úti, en við löbbuðum auðvitað frá Lautarsmáranum og yfir í Smáralind. Í kaffinu gerðist nokkuð fyndið. Arna sat í stólnum sínum og var að drekka kókómjólk. Ég var að gefa Steingrími matarkex og ætlaði svo að gefa honum kókómjólk. Hann skreið að Örnu og starði á kókómjólkina. Svo fór hann bara að öskra ! Hann hætti ekki fyrr en ég lét hann hafa sína kókómjólk og hann kláraði hana á mettíma ! Þessi maður veit hvað hann vill. Hann borðaði ágætlega í kvöldmatnum og fór svo á röltið um alla íbúð. Við fórum svo heim á leið og herrann sofnaði fljótlega, þreyttur eftir góðan dag.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home