Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, November 29, 2009

Eldhúsleikfimi :)

Hnoðast í gamla græna sófanum






Slappað af á kommóðunni hennar Evu

Mmmm súkkulaðikaka :)

Hangið í herberginu hennar Steinku

Heimsókn með súkkalaðikökuívafi :)

Steingrímur vaknaði um hálf átta í morgun og var hress. Brunaði beint fram í eldhús og byrjaði að klifra upp í stólinn sinn, beið svo spenntur meðan ég hafði til hafragrautinn :) Morgninum eyddi hann svo í það nýjasta, að opna og loka hurðum og troða sér meðfram sófanum og hornborðunum í stofunni. Afhverju að fara auðveldustu leið ef hægt er að gera hlutina erfiðari ? Hádegistmaturinn rann ljúflega niður og eftir hádegið fórum við í heimsókn til Steinku systur. Freyja tók fagnandi á móti okkur eins og venjulega, byrjaði á því að þvo andlitið á Steingrími aðeins áður en hún stökk á mig. Steingrímur hélt sig mest í Steinku herbergi í þetta skiptið, fór aðeins inn í Evu herbergi líka seinni partinn til að opna og loka hurðinni. Honum fannst að það þyrfti að liðka þá hurð aðeins :) Steinka bakaði dásamlega franska súkkulaðiköku og bæði ég og guttinn borðuðum tvær sneiðar með slatta af rjóma. Greinilegt að súkkulaðikaka er í uppáhaldi hjá vissum herramanni. Svo héldum við heim á leið, södd og sæl og ég fór að þvo þvottinn. Sumum fannst nú nauðsynlegt að færa þvottagrindina til af og til, enda bara varð að labba meðfram glugganum þar sem hún var, ekki annarsstaðar :) Svo uppgötvaði sami aðili að þvottakarfan mín var á kolröngum stað á baðherberginu. Henni var því hent um koll nokkrum sinnum og hún færð nokkrum sinnum fyrir dyrnar. Að lokum fékk hún að vera í friði, en það var bara vegna þess að innanhússarkitektinn var kominn inn í Hildu herbergi að færa stólinn hennar :) Kvöldmaturinn gekk vel að venju og eftir hann var herrann að leika sér á mottunni og að færa þvottagrindina til skiptis. Um hálf níu sveif hann svo inn í draumalandið, sennilega að láta sig dreyma um meiri súkkulaðiköku :)

Saturday, November 28, 2009


Að borða kex

Sætur í Kringlunni, í Eymundsson að hlusta á sögulestur


Í föndurhorni og leikhorni í Ikea


Íbúðin hennar Kristínar skoðuð









Mikið að gera :)

Steingrímur vaknaði kl. 7:20 og var glorhungraður. Hámaði í sig súrmjólk með Cheerios út á og eina brauðsneið. Klukkan hálf tíu fórum við svo í Hafnarfjörðinn og kíktum á nýju íbúðina hennar Kristínar vinkonu. Doddi sonur hennar og Steingrímur nutu þess að bruna út um allt í tómri íbúðinni. Steingrímur prufaði öll herbergin og leist vel á flísarnar í holinu. Síðan skelltum við okkur í Ikea. Við fengum okkur að sjálfsögðu að borða þar og unginn fékk kjötbollur og stóra súkkulaðimúffu í eftirrétt. Ekki var flakkinu enn lokið, við fórum næst í Kringluna og hittum Svanhildi, Óla og Steinar. Strákarnir voru að fá sér hamborgara frá Metro og Steingrímur sat við hliðina á Óla. Allt í einu rétti Steingrímur út höndina og stal hamborgaranum hans Óla :D Hamborgaranum var skilað en litli þjófurinn fékk hinsvegar að háma í sig franskar. Var greinilega pláss enn eftir kjötbollur og köku! Eftir búðarrölt fórum við loksins aftur heim og slöppuðum af. Í kaffinu borðaði hann lítið en tíndi þó upp nokkra bita af matarkexi. Slatti af kexinu endaði reyndar í gólfinu en nóg lenti í munni. Hann tók svo sjálfur til sín kókómjólk og fór að drekka, þurfti enga aðstoð :D Síðan chilluðum við í rólegheitunum, unginn kyssti sjónvarpið og hlustaði á tónlist. Hann borðaði vel af kvöldmatnum, enda hinn víðfrægi plokkfiskur í matinn. Hann var svo hress fram yfir átta, en sofnaði á nokkrum mínútum eftir að ég lagði hann í rúmið. Mikið gert í dag :)

Friday, November 27, 2009

Sætur mottustrákur

Herra Steingrímur var í fínu skapi þegar ég sótti hann í dag. Mamma hans reddaði því að sækja hann vegna umferðartafa, og mætti ég þeim röltandi á skólalóðinni. Herrann hlustaði á útvarp Latibær á leiðinni heim og sveiflaði fótunum hinn ánægðasti. Þegar heim kom brunaði hann beint að sína elskuðu mottu og velti sér þar fram og til baka :) Ég bauð honum í stofuna að kíkja á barnaefni en hann hafði bara áhuga á mottunni, lá þar og hlustaði á Latabæjarútvarpið. Hann borðaði mjög vel, klifraði sjálfur upp í stólinn með hjálp skemils. Eftir matinn brunaði hann beint inn í herbergi og stillti sér upp við rúmið og starði niður í það. Ég bjó hann þegar fyrir svefninn og burstaði tennur, herrann var svo lagður í rúmið og sofnaði eftir 2 mínútur! Sefur núna sætt og rótt :) Engar myndir að þessu sinni þar sem hleðslutækið fyrir myndavélina er fjarverandi, en fæ myndavél á morgun !