Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Monday, October 30, 2006


Beið aðeins í rúminu meðan ég var að hafa til lyfin. Sæta mús ! Posted by Picasa


Sofandi duddukarl Posted by Picasa

Leiður leikskóladrengur

Þegar ég vaknaði við klukkuna var liti karl ennþá sofandi. Hann rumskaði þó fljótt þegar hann heyrði mig brölta. Lyfin runnu niður með smá jógúrt og svo klæddum við okkur og komum okkur af stað í leikskólann. Þegar þangað var komið varð minn maður lítill í sér og skældi smá. Þegar ég fór var hann til allrar lukku búinn að róast og beið í stólnum eftir morgunmatnum. Hann fékk nokkur knús áður en ég fór sem takk fyrir góða helgi :-)

Sunday, October 29, 2006


Nenni ekki að sofna ! Posted by Picasa


Labbaði við borðið Posted by Picasa


Knús ! Posted by Picasa


Neibb ! Horfi ekki neitt á sjónvarp ! Posted by Picasa


Ég nenni ekki að horfa á CSI ! Posted by Picasa


Sætur sófakarl Posted by Picasa


Maður verður bara feiminn Posted by Picasa


Ertu bara enn að mynda mig ? Ég veit ég er myndarlegur en... Posted by Picasa


Híhíhí Posted by Picasa


Hey Svava ! Haltu þig bara á mottunni ! Posted by Picasa

Afslappaður sunnudagur í Möðrufellinu

Við Steingrímur höfðum það bara huggulegt heima í Möðrufellinu á sunnudaginn. Hann vaknaði eldhress rétt um átta og borðaði góðan morgunmat. Svo var sprangað um íbúðina fram að hádegi, en mest var þó gaman að sitja á mottunni sem nú er orðið mikið uppáhald ! Hann borðaði að venju vel í hádeginu og vildi svo leggja sig eftir hádegið, saddur og sæll. Við lúrðum því saman, það var gaman :-) Stubbur var alveg til í stappaðar kartöflur með smjöri með kvöldmatnum og fisk með, var sérstaklega gaman að gefa honum að borða þessa helgi því allt hvarf ofan í hann :-) Þegar hann var kominn í náttfötin fórum við inn í stofu að kíkja á sjónvarpið. Mér tókst að fá hann til að sitja hjá mér smá stund en svo varð hann að fá að sleppa aftur af stað á röltið :-) Loks þurfti lítill maður að fara í rúmið og þegar ég var að setja á hann bleyjuna fyrir nóttina var hann að söngla og endaði svo á að segja já. Já, sagði ég á móti. Þá sönglaði hann aftur og endaði á já ! Aftur sagði ég, já já og brosti. Og þá brosti hann líka, sönglaði og endaði á háu já ! Mjög jákvæður piltur :-) Hann sofnaði um tíu leytið eftir mikið rölt í rúminu og heilmikið babl og söngl :-)

Saturday, October 28, 2006


Sposkur á svipinn Posted by Picasa


Stoltur á ferð um bústaðinn Posted by Picasa

Sumarbústaðarferð í fallegu veðri

Á laugardagsmorguninn vaknaði herramaðurinn um hálf átta og var hress og kátur. Hann borðaði vel af morgumatnum og fór svo í labbitúr um íbúðina. Hann dundaði sér við að skoða mottuna milli gönguferðanna og var orðinn glorsoltinn þegar kom að hádegismatnum. Aftur hvarf fullur diskur án vandræða :-) Minn maður hlýtur að vera að taka vaxtarkipp ! Eftir matinn tók hann sér lúr, en um þrjúleytið kom Gunna og við lögðum af stað upp í sumarbústað að heimsækja vinkonur mínar sem voru í húsmæðraorlofi :-) Veðrið var alveg dásamlegt og ekki spillti svo fyrir að útsýnið við bústaðinn var einstaklega flott. Bústaðurinn var við Andakílsárvirkjun við Skorradal. Þetta var stór bústaður og mjög flottur. Steingrímur var ekki seinn að nýta sér plássið í að bruna um í löbbunni og vakti mikla aðdáun fyrir það hvað hann er orðinn duglegur :-) Því miður mistókust flestar myndirnar sem ég tók þarna uppfrá, en þó eru tvær af honum í labbitúr. Við stelpunar borðuðum tacos í kvöldmatinn en herrann fékk sér léttari snæðing. Svo kúrðum við okkur við sjónvarpið þar til tími var kominn til að halda heim á leið. Lítill þreyttur karl svaf alla leiðina heim og rumskaði ekki einu sinni þegar hann var borinn upp stigann né þegar hann var klæddur úr og settur í náttföt !

Friday, October 27, 2006


Þetta munstur er rosalega spennandi Posted by Picasa


Hey ! Flott motta ! Posted by Picasa


Einbeittur gaur Posted by Picasa

Loksins færsla ! Lítill karl var hress á föstudegi

Ég sótti músastrákinn minn á leikskólann á föstudagseftirmiðdaginn og var hann í banastuði. Við ákváðum að kíkja í heimsókn til Óla og Steinars áður en við keyrðum upp í hæðirnar. Óli var ekki kominn af leikskólanum þegar við komum en Steinar var alveg til í að spjalla við Steingrím. Þegar Steingrímur krumpaði mottuna á gólfinu með því að skríða yfir hana, kom Steinar og lagaði hana. Svo settist hann við hliðina á honum og fór að klappa honum aðeins á höfðinu. Svo varð klappið aðeins innilegra og hendurnar stefndu á augu Steingríms. Þá spratt Svanhildur á fætur en þá var Steinar fljótur að færa hendunar og fór að klappa hratt yfir ennið á Steingrími í staðinn. Hva, ég var ekkert að gera :-) Svo kom Óli heim og hann bara leiddi bróður sinn í burtu þegar honum fannst hann of nærgöngull við Steingrím. Eftir að hafa dvalið með þeim bræðrum um stund var haldið upp í Breiðholt. Steingrímur borðaði kúfaðan disk í kvöldmatinn og skolaði matnum niður með heilum Svala. Svangur drengur ! Svo var slappað af í stofunni um stund en Steingrímur vildi nú helst fara fram á gang og skoða mottuna þar. Loks var kominn háttatími en lengi heyrðist glaðlegt söngl úr rúminu áður en gefist var upp :-)

Saturday, October 14, 2006


Í labbitúr í eldhúsinu Posted by Picasa


Slaufugæi hjá pabba Posted by Picasa


Hæ Svava ! Posted by Picasa


Setið hjá Steinunni og Siggu frænku Posted by Picasa


MMmm, prinsinn fær sér Kókómjólk til að skola niður kökunni Posted by Picasa


Mamma sker kökuna Posted by Picasa


Sestur við borðið og bíður eftir afmælissöngnum Posted by Picasa


Afmæliskakan flotta Posted by Picasa