Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, November 26, 2006


Náttfatagaur hættir sér nálægt yfirráðasvæði kanínunnar. Kaní farin að tékka á málinu :-) Posted by Picasa


Enn á röltinu við rúmið góða Posted by Picasa


Smá bros kom þegar ég var búin að láta eins og kjáni í smá stund :-) Posted by Picasa


Einbeittur á gólfinu, munnurinn eins og strik Posted by Picasa


Kominn að fylgjast með mér búa um :-) Posted by Picasa


Hæ hæ ! Skyndilega kíkti haus upp fyrir rúmbrúnina :-) Posted by Picasa

Sunnudagur í rólegheitum

Steingrímur vaknaði tuttugu mínútur í átta í morgun og var alveg glorsoltinn. Hann borðaði fullan disk af hafragraut og hálfan banana. Heil kanna af eplasafa fylgdi í kjölfarið. Síðan fór hann á mottuna góðu. Hann nennir ekkert lengur að labba í löbbunni hér, sennilega finnst honum þetta of þröngt. Það er erfitt að koma henni inn í stofu, ef ég set hana þangað inn fer hann úr henni og á mottuna ! Við borðuðum afganginn af kjúklingnum í hádeginu og aftur var borðaður fullur diskur af bestu lyst :-) Eftir hádegið var ég að hugsa um að fara eitthvað en þá voru í gangi megaflutningar - konan á hæðinni fyrir neðan var að flytja sitt síðasta drasl út og svo hálftíma síðar kom flutningabíll með dót unga parsins sem er að flytja inn í staðinn. Bílnum var lagt fyrir stæðið mitt svo ég komst ekki út. Allir voru á fullu að bera inn svo ég kunni ekki við að biðja þau um að færa bílinn. Svo við chilluðum bara hér í Möðrufellinu og það var ósköp notarlegt. Steingrímur tók sér engan lúr eftir hádegið...fyrr en rúmlega sex þá skyndilega lak hann út af á gólfinu. Hann vaknaði háskælandi 40 mínútum síðar og var afar úrillur í klukkutíma á eftir. Kvöldmaturinn fór að mestu fyrir ofan garð og neðan þar sem teknar voru pásur meðan skælt var, svo var hægt að halda áfram. Hann borðaði þó hálfan disk af bökuðum baunum og brauði, en það kostaði blóð svita og tár. Síðan fór minn að hressast og var á ferð og flugi um íbúðina þar til kl. níu, þá lagði ég hann í rúmið. Hann sofnaði um tíuleytið og sefur núna eins og engill. Litli blundurinn hefur því ekki náð að spilla of mikið fyrir.

Saturday, November 25, 2006


Slappað af í kerrunni í Smáralind Posted by Picasa


Hey, af hverju ertu þarna en ekki sitjandi hjá mér að gefa mér piparkökur ?? Posted by Picasa


Piparkökur eru svooo góðar Posted by Picasa


Tíhíhíhí, ekki taka mynd :-) Posted by Picasa


Einn glottandi að forðast myndatökur Posted by Picasa


Mmmmmm, heitt súkkulaði :-) Posted by Picasa

Jólaföndur og skreppitúr í Smáralindina

Steingrímur vaknaði hress og kátur um hálf átta í morgun. Ég heyrði þrusk, kveikti ljósið og þá var hann að rísa upp í rúminu sposkur á svip. Hann borðaði vel af morgunmatnum og svo höfðum við það gott í stofunni þar til um hálf ellefu, þá fórum við á Múlaborg í jólaföndur. Þar var líf og fjör þegar við komum, fullur salur af börnum og foreldrum. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur og Steingrími fannst það ekki amalegt. Hver piparkakan á fætur annarri hurfu ofan í hann og slatti af súkkulaðinu. Honum fannst hinsvegar ekkert spennandi að föndra. Í ljós kom að hann á aðdáanda á leikskólanum. Lítil ljóshærð stúlka stoppaði tvisvar til að knúsa hann og þegar hún var að fara heim með mömmu sinni kom hún aftur og kyssti hann bless. :-) Var ekkert smá sætt :-) Síðan fórum við heim og snæddum hádegismat. Það var mesta furða hvað fór ofan í hann af mat eftir allar piparkökurnar ! Hann tók um klukkutíma lúr eftir hádegið en síðan skelltum við okkur í Smáralindina og hittum þar Sif og Örnu Ösp. Við röltum um og skoðuðum í búðir, en lítið varð úr innkaupum enda kann ég illa við mig í svona mannmergð. Við fórum því aftur heim, með grillaðann kjúkling í farteskinu. Steingrímur borðaði fullann disk af kjúkling með hrísgrjónum og kokteilsósu :-) Eftir matinn fór hann að nudda augun á fullu, virtist frekar sybbinn. Mér til undrunnar sofnaði hann kl. hálf níu. Frekar snemmt á hans mælikvarða :-)

Friday, November 24, 2006


Hesturinn grandskoðaður :-) Posted by Picasa


Horft til himins Posted by Picasa


Sætir saman Posted by Picasa


Tveir prakkarar í eldhúsinu Posted by Picasa


Flottar buxur og samfella Steingrímur.. Steinar litli tékkar á fötum gestsins Posted by Picasa


Aðeins að taka í toppinn Posted by Picasa


Ninninn litli klappar Steingrími Posted by Picasa

Einn duglegur í rennibraut, heimsókn í Mávahlíð

Steingrímur var vaknaður á undan klukkunni í morgun og var skælbrosandi þegar ég kveikti ljósið. Við brunuðum á leikskólann og hann fór möglunarlaust í fang fóstrunnar. Þegar ég kom að sækja hann var hann ekki inni á deildinni sinni. Hann var inni í stóra sal að leika sér. Þar fékk ég að sjá nokkuð frábært. Inni í salnum er lítill pallur með handriði og þremur þrepum upp að sléttum kafla, svo er rennibraut niður. Herra Steingrímur hélt í handriðið, fór SJÁLFUR upp tröppurnar, skreið yfir pallinn og renndi sér niður rennibrautina á maganum. Allt án aðstoðar !!! Var algert æði að sjá :D Við skelltum okkur svo í heimsókn til Svanhildar og þeirra bræðra Óla og Steinars í Mávahlíðinni. Steinar sýndi Steingrími mikinn áhuga, elti hann um, hermdi eftir honum og klappaði honum. Þess var þó vandlega gætt að hann færi ekki að klappa OF innilega :) Steingrímur brunaði um allt, skoðaði eldhúsið og fleira. Reyndi einnig að stinga af fram á gang ef stofuhurðin var opnuð, en þar sem þar frammi er stigi fékk hann ekki að sleppa. En svo fór hann að taka eftir öllu dótinu. Óli var að keyra bíl og þegar hann fór skreið Steingrímur þangað og tók upp bílinn og skoðaði. Síðan skreið hann að litlum hest og tók hann upp og grandskoðaði í langan tíma. Hef ekki séð hann sýna svona áhuga á dóti í marga mánuði :D Við héldum síðan heim á leið og borðuðum kvöldmat. Hann var nú ekkert sérlega lystarmikill en borðaði þó hálfan disk og drakk vel. Eftir kvöldmat var mottuskoðun í smá stund, síðan var greinilegt að sumir voru að verða þreyttir. Hann var því drifinn í rúmið en þrjóskaðist reyndar við í langa stund áður en svefninn sigraði. Á morgun förum við í jólaföndur :)

Thursday, November 23, 2006


Kúritími í þægilega sófanum hennar Sifjar Posted by Picasa


Alvarlegur herra Posted by Picasa


Svona svona, þú þarft sæng til að hlýja þér Posted by Picasa


Fimleikar :-) Posted by Picasa


Litla daman er ákveðin í að breiða vel ofan á hann þrátt fyrir flóttatilraunir hans Posted by Picasa


Arna er góð að breiða sæng yfir gestinn Posted by Picasa