Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, November 25, 2006

Jólaföndur og skreppitúr í Smáralindina

Steingrímur vaknaði hress og kátur um hálf átta í morgun. Ég heyrði þrusk, kveikti ljósið og þá var hann að rísa upp í rúminu sposkur á svip. Hann borðaði vel af morgunmatnum og svo höfðum við það gott í stofunni þar til um hálf ellefu, þá fórum við á Múlaborg í jólaföndur. Þar var líf og fjör þegar við komum, fullur salur af börnum og foreldrum. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur og Steingrími fannst það ekki amalegt. Hver piparkakan á fætur annarri hurfu ofan í hann og slatti af súkkulaðinu. Honum fannst hinsvegar ekkert spennandi að föndra. Í ljós kom að hann á aðdáanda á leikskólanum. Lítil ljóshærð stúlka stoppaði tvisvar til að knúsa hann og þegar hún var að fara heim með mömmu sinni kom hún aftur og kyssti hann bless. :-) Var ekkert smá sætt :-) Síðan fórum við heim og snæddum hádegismat. Það var mesta furða hvað fór ofan í hann af mat eftir allar piparkökurnar ! Hann tók um klukkutíma lúr eftir hádegið en síðan skelltum við okkur í Smáralindina og hittum þar Sif og Örnu Ösp. Við röltum um og skoðuðum í búðir, en lítið varð úr innkaupum enda kann ég illa við mig í svona mannmergð. Við fórum því aftur heim, með grillaðann kjúkling í farteskinu. Steingrímur borðaði fullann disk af kjúkling með hrísgrjónum og kokteilsósu :-) Eftir matinn fór hann að nudda augun á fullu, virtist frekar sybbinn. Mér til undrunnar sofnaði hann kl. hálf níu. Frekar snemmt á hans mælikvarða :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home