Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, November 24, 2006

Einn duglegur í rennibraut, heimsókn í Mávahlíð

Steingrímur var vaknaður á undan klukkunni í morgun og var skælbrosandi þegar ég kveikti ljósið. Við brunuðum á leikskólann og hann fór möglunarlaust í fang fóstrunnar. Þegar ég kom að sækja hann var hann ekki inni á deildinni sinni. Hann var inni í stóra sal að leika sér. Þar fékk ég að sjá nokkuð frábært. Inni í salnum er lítill pallur með handriði og þremur þrepum upp að sléttum kafla, svo er rennibraut niður. Herra Steingrímur hélt í handriðið, fór SJÁLFUR upp tröppurnar, skreið yfir pallinn og renndi sér niður rennibrautina á maganum. Allt án aðstoðar !!! Var algert æði að sjá :D Við skelltum okkur svo í heimsókn til Svanhildar og þeirra bræðra Óla og Steinars í Mávahlíðinni. Steinar sýndi Steingrími mikinn áhuga, elti hann um, hermdi eftir honum og klappaði honum. Þess var þó vandlega gætt að hann færi ekki að klappa OF innilega :) Steingrímur brunaði um allt, skoðaði eldhúsið og fleira. Reyndi einnig að stinga af fram á gang ef stofuhurðin var opnuð, en þar sem þar frammi er stigi fékk hann ekki að sleppa. En svo fór hann að taka eftir öllu dótinu. Óli var að keyra bíl og þegar hann fór skreið Steingrímur þangað og tók upp bílinn og skoðaði. Síðan skreið hann að litlum hest og tók hann upp og grandskoðaði í langan tíma. Hef ekki séð hann sýna svona áhuga á dóti í marga mánuði :D Við héldum síðan heim á leið og borðuðum kvöldmat. Hann var nú ekkert sérlega lystarmikill en borðaði þó hálfan disk og drakk vel. Eftir kvöldmat var mottuskoðun í smá stund, síðan var greinilegt að sumir voru að verða þreyttir. Hann var því drifinn í rúmið en þrjóskaðist reyndar við í langa stund áður en svefninn sigraði. Á morgun förum við í jólaföndur :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home