Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Thursday, November 23, 2006

Heimsókn hjá Örnu Ösp og Eyrúnu

Steingrímur svaf eins og engill í alla nótt, vaknaði ekki einu sinni við vekjaraklukkuna ! Hann var hress og kátur þegar við lögðum af stað í leikskólann og var alls ekki ósáttur við að koma þangað. Þegar ég sótti hann í eftirmiðdaginn var hann á fullri ferð um ganganna í löbbunni. Það tók smá tíma að finna ullarsokkana og á meðan stakk hann mig af í löbbunni og ég varð að draga hann út úr grænu stofunni :-) Við skruppum svo aðeins að versla og fórum svo í heimsókn til Sifjar vinkonu og dætra hennar, Örnu Aspar og Eyrúnar. Arna var spennt að fá heimsókn og hringsnerist í kringum okkur. Hún vildi gera alveg eins og Steingrímur svo að þegar ég gekk um með hann og hann hélt í puttana á mér, þá gekk Arna um og hélt í puttana á mömmu sinni :-) Svo var hún svo góð að hún bisaði við að breiða yfir hann dúkkusæng aftur og aftur :-) Við borðuðum góðan kvöldmat, Steingrímur fékk sér reyndar frekar lítið af kjúklingnum en kláraði hrísmjólk með eplum. Eftir matinn skreið hann um alla íbúð og kannaði hana. Meðal annars brá hann sér inn í bleika herbergið hennar Örnu og virtist lítast vel á það. Þegar við skruppum fram að henda ruslinu reyndi minn auðvitað að komast út, alltaf til í að sleppa :-) Svo varð frk. Arna að fara að lúra og þá var líka kominn háttatími fyrir Steingrím. Við héldum því heim á leið þar sem hann sofnaði sætt eftir smá tannburstaslagsmál :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home