Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, January 20, 2008

Steingrímur horfir á Baby TV

Steingrímur á labbinu hjá mömmu



Á leiðinni niður stigann


Chillað á baðinu (fannst það æðislegt!)


Að skoða herbergið hjá mömmu


Klöngrast upp í stólinn hennar Sifjar


Steingrímur knúsar Sif :D

Á ferð og flugi :D

Jæja, nóttin var dálítið óróleg hjá mínum seinni partinn, vaknaði grátandi kl. hálf fimm og var alltaf af og til að reka upp smá vein fram undir morgun. Sofnaði alltaf strax aftur. Róaðist þegar fór að morgna og mér til undrunar vöknuðum við kl. að verða 9 !!! Gaurinn fór strax á rúntinn eftir morgunmat. Reyndi meira að segja að sleppa við morgunmatinn og komast strax af stað. Í hádeginu borðaði hann ýsu með brokkólí og fannst hún hreint ekki slæm. Eftir hádegið skelltum við okkur í heimsókn til Sifjar vinkonu og þar á bæ fannst fólki minn ekkert smá flottur, enda sýndi hann þeim labbið án þess að hika. Þar fengum við okkur kleinuhring til að hressa okkur :D Næsti stopp var svo í Stigahlíð hjá mömmu minni. Hún átti ekki til orð yfir dugnaðinum í unga manninum, Svanhildur og Ragnar voru á sama máli. Óla og Ninna fannst þetta líka fínt. Greinilegt var að Steingrímur kannaðist við sig þarna og fór strax á labb um alla íbúð. Svo var komið að matarboðinu. Við mættum á Seltjarnarnesið hjá Kristínu vinkonu kl. hálf sex. Sumir sofnuðu í bílnum og lögðu sig í um 40 mínútur. Hann var voða lítill fyrst og vildi helst bara vera í fanginu á mér. Sneri sér strax að mér og vildi láta taka sig ef ég setti hann niður og sat rólegur í fanginu á mér í um 15 mínútur !! Var greinilega óöruggur fyrst á ókunnugum stað. Hann fékk svo aðeins að chilla inn á baðherbergi þegar hann var orðinn þreyttur á látunum frammi og kom svo fram hress og til í tuskið. Labbaði eins og herforingi og reyndi stanslaust að laumast í stigann. Hann sýndi að hann kann að fara niður stiga, sneri sér við og renndi sér af stað niður. Fór varlega og allt !! Fékk smá köku en vildi lítið borða. Hann horfði nokkra stund á Baby TV og fannst gaman, hló og horfði einbeittur á. Svo héldum við heim og þá áttu sumir að sofna. Er nú enn að tjútta í rúminu, í dúndur stuði eftir góðan dag !!

Saturday, January 19, 2008



Einbeittur gaur stoppar og pælir í hvert hann eigi að ganga næst



Brunað af stað úr eldhúsinu



Svo sætur sofandi

Rólegur dagur með miklu labbi

Steingrímur svaf ágætlega þar til kl. 4:15, þá vaknaði hann grátandi. Hann sofnaði aftur um kl. 5 og svaf til hálf 8. Eftir morgunmatinn labbaði hann beint af stað og eyddi morgninum á rölti um alla íbúð. Mest var hann samt í stofunni og eldhúsinu. Í hádeginu fékk hann Gríms plokkfisk eins og svo oft áður, og viti menn, hann borðaði allan bakkann í þetta sinn líka. Eftir hádegið varð hann sybbinn og lagði sig í um klukkutíma kl. 2. Syfjuð stuðningsmamma gerði slíkt hið sama. Þegar hún vaknaði var hún með tak í bakinu en herrann hinsvegar eldhress. Við vorum því bara heima í dag og ég jafnaði mig í rólegheitunum. Var svo frábært bara að fylgjast með honum, þurfti enga aðra skemmtun :D Hann var ekki eins lystarmikill þegar kom að kvöldmatnum, en hafði borðað 2 brauðsneiðar og smá banana um kaffileytið svo hann var kannski ekkert svangur. Upp úr hálf átta var hann orðinn sybbinn og augun hreinlega að lokast þegar ég tannburstaði hann. Kl. 8 sveif hann inn í draumalandið :)

Friday, January 18, 2008

Meira labb!



Einbeittur á svip að drekka safa :D

Sumir eru svo flottir að það er bara ekki venjulegt !!!

Þegar ég kom að sækja herrann á leikskólann stóð hann á ganginum við hliðina á mömmu sinni og labbaði svo til mín :D Já, ótrúlega stöðugur !!! Ég fór og tróð honum í útifötin þrátt fyrir hávær mótmæli (erfitt að setja einhvern í vettlinga þegar hendinni er alltaf kippt í burtu). Svo brunuðum við í búðir, sumir voru alveg að sofna en hresstust við þegar út var komið. Þegar við komum heim lét ég hann styðja sig við skrifborðið meðan ég fór úr skónum. Og þá LABBAÐI MINN BARA INN Í STOFU ALLA LEIÐ AÐ BORÐINU VIÐ SJÓNVARPIÐ. Alveg öruggur, ekkert hik, og það klæddur í bosmamikinn útigalla! Ég held það hafi tekið hálftíma fyrir brosið að dofna eitthvað eftir að sjá það :D Síðan er hann búinn að æða um alla íbúð, hress og kátur. Var ekki alveg að hrífast af matnum (grillaður kjúlli) en samþykkti samt að borða hálfan disk. Er núna kominn í náttföt og upp í rúm, verður samt eitthvað í að hann sofni ef marka má stuðið í rúminu ! Hér með er myndband af æðislegasta gaurnum að labba frá eldhúsinu yfir í stofuna. DUGLEGASTUR !!! Þvílíkar framfarir :DDDDDDD