Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, January 19, 2008

Rólegur dagur með miklu labbi

Steingrímur svaf ágætlega þar til kl. 4:15, þá vaknaði hann grátandi. Hann sofnaði aftur um kl. 5 og svaf til hálf 8. Eftir morgunmatinn labbaði hann beint af stað og eyddi morgninum á rölti um alla íbúð. Mest var hann samt í stofunni og eldhúsinu. Í hádeginu fékk hann Gríms plokkfisk eins og svo oft áður, og viti menn, hann borðaði allan bakkann í þetta sinn líka. Eftir hádegið varð hann sybbinn og lagði sig í um klukkutíma kl. 2. Syfjuð stuðningsmamma gerði slíkt hið sama. Þegar hún vaknaði var hún með tak í bakinu en herrann hinsvegar eldhress. Við vorum því bara heima í dag og ég jafnaði mig í rólegheitunum. Var svo frábært bara að fylgjast með honum, þurfti enga aðra skemmtun :D Hann var ekki eins lystarmikill þegar kom að kvöldmatnum, en hafði borðað 2 brauðsneiðar og smá banana um kaffileytið svo hann var kannski ekkert svangur. Upp úr hálf átta var hann orðinn sybbinn og augun hreinlega að lokast þegar ég tannburstaði hann. Kl. 8 sveif hann inn í draumalandið :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home