Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 15, 2007


Á röltinu í stofunni. Arna fylgist með

Eyrún vildi endilega ná í Steingrím !



Blómabarn

Leikur sér í runnanum :-)



Í garðinum hjá Steinku

Í sól og sumaryl

Steingrímur svaf rólegur til rúmlega fimm, vaknaði þá skælandi og var órólegur í um klukkutíma. Hann svaf svo áfram til kl. 8. Upp úr hádeginu fórum við og sóttum mömmu og fórum í garðinn til Steinku systur. Þar sleiktum við öll sólina, en þegar herranum varð of heitt fór hann í skuggann við einn runnann. Hann fór svo að leika sér við að sá í runnann, þá hrundu krónublöð blómanna á honum yfir gæjann, sem fannst það verulega fyndið. Eftir þetta fórum við í heimsókn til Sifjar og fjölskyldu og sátum þar fyrir utan um stund. Svo fórum við inn og Steingrímur tékkaði fljótt á stólnum hennar Örnu, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Við borðuðum svo kvöldmat hjá þeim, þeas ég borðaði, herrann vildi ekki kjötið. Hann borðaði hinsvegar graut og banana hjá mér er heim var komið. Hann sofnaði heldur ekkert í dag en gafst fyrr upp núna en í gær, var sofnaður fyrir hálf 10 !

Saturday, July 14, 2007


Fúll að vera kominn úr baði


Verið að tjútta í vatninu



Flottur í baði


Mismunur á húðlit á höndum og kroppi

Súperhress náungi sem allt í einu þarf ekki að sofa !

Steingrímur svaf eins og steinn meirihluta nætur, rumskaði aðeins einu sinni en sofnaði aftur þegar honum var boðin snudda. Ég þurfti svo að vekja hann til að gefa honum lyfin í morgun !! Það gerist nú ekki oft :-) Hann borðaði mjög vel af morgunmatnum, næstum 2 diskar af hafragraut. Svo fór hann á röltið um alla íbúð. Mamma kom svo til að hjálpa mér að þrífa baðherbergið og Steingrímur heilsaði upp á hana þegar hún hvíldi sig í stofunni. Vildi leiða hana og fá hana með sér á röltið :-) Í hádeginu át herrann næstum heilan bakka af plokkfisk ! Góð matarlyst í dag :-) Ungi litli þurfti að fara í bað og því var kippt í liðinn eftir matinn. Fyrst var hann efins um að þetta væri skemmtilegt en eftir smá stund fór hann að klappa saman höndunum og skvampa aðeins í baðinu. En hann hafði mig grunaða um að ætla að drekkja honum þegar ég þvoði á honum hárið, því þá greip hann fast um baðbarminn :-) Varð fúll þegar upp úr baðinu var komið, en tók gleði sína á ný þegar ég var að þurrka honum inni í rúmi. Eftir baðið slöppuðum við af hér heima, ég hélt áfram að þrífa og Steingrímur vappaði um. Við fórum líka út á svalir og löbbuðum aðeins hér fyrir utan. Góða matarlystin hélt áfram í kvöldmatnum, fullur diskur af mat og jarðarberjajógúrt í eftirmat. Svo dóluðum við okkur í stofunni og eftir tannburstun fór unginn í rúmið. Þar sem hann hafði ekkert sofið um daginn bjóst ég við því að hann myndi sofna fljótt. Ónei !! Það var partí í rúminu þangað til rúmlega hálf ellefu ! Vona að hann sofi eins og engill í nótt :-)

Friday, July 13, 2007


Þreyttur, nývaknaður maður

Syfjaður en sætur, stuttklipptur gaur :-)

Í dag þegar ég kom að sækja músina mína mætti mér sólbrúnn og sætur herra með stuttklippt hár ! Ekkert smá sætur !! Langaði bara strax að borða hann (en mamma hans hefði örugglega mómælt..). Í ljós kom að hann var dauðþreyttur og var ansi úrillur þar til hann fékk dudduna sína inni í bíl. Þá róaðist hann niður og steinsofnaði. Hann svaf í um 40 mínútur og vaknaði ekki kátur. Fórum þá í Bónus og sat hann þar með súran svip í kerrunni. Er heim kom hresstist hann við og fór að bruna um húsið. Skellti sér m.a. út á svalir og kíkti yfir svæðið. Hann borðaði ágætlega af kvöldmatnum (kjúlli með mango chutney) en var ekki til í að drekka mikið. Ég skellti honum í rúmið um kl. 9 en það var stanslaust partí í rúminu til 5 mínútur í 11 !! Partídýr !