Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, March 31, 2007

Fermingarkaffi og dauð myndavél

Því miður verða engar myndir með færslu dagsins, því myndavélin var rafmagnslaus á óheppilegu augnabliki í dag þegar ég ætlaði að mynda veislugesti :( Steingrímur vaknaði illa rétt um hálf sjö í morgun, dottaði svo aftur til hálf átta og vaknaði frekar ónógur sjálfum sér. Hann var frekar ónógur sjálfum sér allan morgunin og átti til að taka smá öskursgrátköst. Hann borðaði eins og herforingi í hádeginu, síðan fórum við og sóttum Hildu og gerðum smá innkaup í Kringlunni. Steingrímur tók svo smá fegurðarblund en vaknaði þegar gestir mættu hér í fermingarkaffi. Ég ætlaði að gefa honum köku en hann vildi ekki sjá það, sneri sér undan og klemmdi aftur munninn. Ég ákvað því að gabba hann aðeins :-) Stakk upp í hann snuðinu, tók það svo út úr honum aftur. Þá opnaði hann munninn til að kvarta og um leið stakk ég skeið af köku inn. Og viti menn, þá var lystin komin, herrann borðaði eina sneið af marenstertu og tvær af ístertu :-) Hann var að vonum ekkert sérlega svangur þegar kom að kvöldmatnum en fékkst þó til að borða slatta. Svo horfðum við saman á sjónvarpið um stund, síðan var kominn háttatími. Ungi litli sofnaði kl. 9 og sefur vonandi vært í alla nótt. Á morgun kaupum við rafhlöður fyrir myndavélina !!!

Friday, March 30, 2007



Grallaraspói



Gaman :-)



Híhíhí, kaní kitlar :-)



Eitthvað að pæla í hlutunum



Gaman að skríða milli húsgagna


Sætur strákur að kanna forstofuna

Hress náungi á fleygiferð um húsið

Ég fékk þétt og gott faðmlag frá músinni minni þegar ég sótti hann á leikskólann. Hann sat á bekknum meðan ég klæddi hann í útifötin og rétti mér fæturnar svo ég gæti klætt hann í skóna. Síðan skelltum við okkur í Bónus. Steingrímur sat bísperrtur og skoðaði dótið í hillunum, var mikið að fylgjast með öllu meðan við keyrðum um. Svo var haldið í Álakvíslina. Steingrímur fór strax að skoða þetta nýja spennandi húsnæði. Hann staldraði lengi við við endann á stiganum en lagði ekki í að fara upp. Hann var rosalega duglegur að ganga með, fór meðfram sófanum, borðinu, sjónvarpsskápnnum og hillunni, alveg fram á gang. Honum fannst forstofan sérstaklega spennandi og smellti sér nokkrum sinnum þangað :) Hann borðaði bróðurpartinn af einni pylsu í brauði en var ekkert sérlega spenntur fyrir því að borða. Eftir matinn fékk hann að rölta smá en síðan var kominn tími til að skella sér í rúmið. Eftir smá blaður og söngl sofnaði hann vært :)