Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, March 30, 2007

Hress náungi á fleygiferð um húsið

Ég fékk þétt og gott faðmlag frá músinni minni þegar ég sótti hann á leikskólann. Hann sat á bekknum meðan ég klæddi hann í útifötin og rétti mér fæturnar svo ég gæti klætt hann í skóna. Síðan skelltum við okkur í Bónus. Steingrímur sat bísperrtur og skoðaði dótið í hillunum, var mikið að fylgjast með öllu meðan við keyrðum um. Svo var haldið í Álakvíslina. Steingrímur fór strax að skoða þetta nýja spennandi húsnæði. Hann staldraði lengi við við endann á stiganum en lagði ekki í að fara upp. Hann var rosalega duglegur að ganga með, fór meðfram sófanum, borðinu, sjónvarpsskápnnum og hillunni, alveg fram á gang. Honum fannst forstofan sérstaklega spennandi og smellti sér nokkrum sinnum þangað :) Hann borðaði bróðurpartinn af einni pylsu í brauði en var ekkert sérlega spenntur fyrir því að borða. Eftir matinn fékk hann að rölta smá en síðan var kominn tími til að skella sér í rúmið. Eftir smá blaður og söngl sofnaði hann vært :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home