Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Monday, December 18, 2006


Sybbinn um morguninn Posted by Picasa

Úrillur morgunhani

Unginn svaf ekki sérlega vel í nótt og vaknaði nokkrum sinnum með háum öskrum. Hann vaknaði svo tíu mínútur yfir sjö og var ekki í góðu skapi. Hann fékk lyfin með smá jógúrt og gekk það án vandræða, en mikið var skammast þegar honum var þvegið um munninn og þegar hann var klæddur í föt. Ferðin á leikskólann gekk þó vandræðalaust og hann fór í hendur fóstranna möglunarlaust. Vonandi hressist litli maðurinn sem fyrst !

Sunday, December 17, 2006


Klifrað í stólnum Posted by Picasa


Veður áfram óhræddur :-) Posted by Picasa


Gengur um, bara leiddur með einni hendi Posted by Picasa


Fer á milli alveg öruggur og er snöggur aðPosted by Picasa


Mr. Handsome Posted by Picasa


Á röltinu Posted by Picasa


Chillað með Hildu Posted by Picasa

Óli Lokbrá kom í heimsókn í dag !

Nóttin var mun betri núna, litli karl vaknaði einu sinni mjög illa en svar frekar vel eftir það, bara smá óróleiki af og til. Hann vaknaði rétt fyrir átta og borðaði hafragrautinn sinn án nokkurra mótmæla. Hann var samt frekar rólegur um morguninn og kl. 11 sofnaði hann aftur. Kl. hálf eitt reis minn upp úr rúminu og ég sagði við hann, jæja, mikið var, kominn tími á mat. En þegar ég fór að hafa mig til kom Hilda og ég sagði, loksins er hann vaknaður og hún sagði: nei, hann liggur hér sofandi. Ég leit þá í rúmið og viti menn, hann var steinsofnaður aftur! Hann svaf til hálf tvö og hakkaði í sig hádegismatinn, glorhungraður örugglega eftir allan svefninn. Eftir matinn skruppum við í verslunarleiðangur. Við fengum fljótt nóg af Kringlunni og héldum heim á leið. Herrann fór á röltið um íbúðina og var t.d. að henda niður töskum sem hengu á hurðarhúninum í svefnherberginu og að labba meðfram veggnum við útidyrnar. Varð rosa pirraður þegar hann var stoppaður í þessu ! Þegar ég var að hafa til kvöldmatinn kom hann skríðandi inn í eldhús, var greinilega orðinn svangur og nennti ekkert að bíða eftir matnum lengur ! Í kvöldmatinn var sælkeramatur, grísasteik með hrísgrjónum, sætum kartöflum og rjómasveppasósu. Heill diskur hvarf ofan í minn mann án þess að hikað væri einu sinni ! Svo eftir matinn var aðeins rölt um, svo var kominn tími á rúmið. Minn sofnaði upp úr tíu, aðeins órólegur en vonandi verður nóttin góð.

Saturday, December 16, 2006


Bara ein hendi, sko ! Posted by Picasa


Reynt að klifra upp í stól Posted by Picasa


Mig langar í pakka Posted by Picasa


Hmmm, stóll með pökkum Posted by Picasa


Labbað meðfram hurðinni Posted by Picasa


Je, slappa af er best Posted by Picasa


Svali um morgun Posted by Picasa

Verslunarleiðangur eftir erfiða nótt

Nóttin var Steingrími erfið. Hann vaknaði hvað eftir annað og öskraði af öllum kröftum. Erfitt var að hugga hann, snuð og knús dugðu lítið. Hann vaknaði svo klukkan 8 og hámaði í sig fullan disk af hafragraut. Jólasveinninn færði honum mandarínu og hann smakkaði aðeins á henni. Hann var ekki í neinu sérstöku stuði um morguninn og rak stundum um öskur og var ósáttur. Svo kom hádegismaturinn og unginn borðaði líka fullan disk þar, ekki var skapið að spilla matarlystinni :-) Eftir hann var lagt af stað niður í bæ og fyrsti stopp var hjá Svanhildi og fjölskyldu. Herrann ungi steinsofnaði hinsvegar á leiðinni þannig að hann náði ekkert að hitta gæjana þar. Því næst fórum við í Smáralindina þar sem ég og Hilda gerðum jólagjafainnkaup. Steingrímur var bara hress í kerrunni, en ferðin byrjaði inni á skiptiherbergi þar sem að dulafull lykt var farin að fylla bílinn þegar við vorum að koma. Svo var brunað um búðirnar og við fengum okkur hressingu í Hagkaupssjoppunni. Steingrímur sló íslandsmetið í að klára kókómjólk, svo hratt hvarf hún ofan í hann ! Við fengum svo nóg af þessu og héldum heim á leið. Herrann borðaði mjög vel í kvöldmatnum líka og drakk vel með. Eftir mat var hann að bisast inni í stofu og reyndi að klifra upp í gamla hægindastólinn minn. Hann var kominn langleiðina upp þegar hann hætti við, á meðan ég hljóp og sótti myndavélina (urr). Hilda reyndi að lokka hann aftur upp í stólinn, hann byrjaði aðeins að klifra aftur en nennti svo ekki meir. Hann sofnaði kl. 9, alveg rólegur í rúminu og ekkert rölt ! Vonandi sefur hann eins og engill í nótt.

Friday, December 15, 2006


Legg svo bara arminn um hálsinn á henni :-) Posted by Picasa


Plaff ! Slæmi aðeins hendina í þessa stelpu Posted by Picasa


Kúrt hjá Hildu :-) Posted by Picasa


Teppachill Posted by Picasa

Litli jólastrákurinn kominn í Möðrufellið

Ég fór og sótti Steingrím í Mosfellsbæinn. Þegar ég kom inn var herrann steinsofandi á gólfinu ! Hann var ekki par hrifinn að vera vakinn til að fara út í bíl en þegar við vorum komin af stað róaðist hann niður og var kominn í fínt skap þegar í Breiðholtið var komið. Hann var fljótur að koma sér á uppáhaldsmottuna sína þegar inn var komið. Fyndið að hann fer alltaf beint á hana að skoða. Í kvöldmatinn var kjúklingur, hrísgrjón og kartöflur og mér til mikillar gleði hámaði hann í sig nær fullan disk :-) Eftir matinn var svo chillað smá, Hilda fékk aðeins að knúsa karlinn en svo var kominn háttatími. Hann var sofnaður rétt um tíu, eftir mikið hoss og læti :-)