Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 30, 2009

Skuggabaldur


Gæinn reyndi að stinga af fyrir utan húsið hennar mömmu





Skoðar íbúðina hjá mömmu





Herrann fékk hressingu í IKEA og prufaði bekk fyrir utan


Óróleg nótt en ágætur dagur

Nóttin var afar óróleg hjá Steingrími. Hann vaknaði kl. hálf 2 og var vakandi til rúmlega 3, síðan vaknaði hann aftur um 4, svo um 5 og loks rúmlega sex. Hann vaknaði endanlega kl. 7 og voru þá sumir ansi þreyttir. Hann borðaði vel af morgunmatnum eins og venjulega og var á röltinu til hádegis. Hann borðaði mjög vel enn og aftur, ekkert að matarlystinni núna :) Eftir hádegið fórum við með mömmu minni í IKEA. Steingrími fannst það fínt, sat eins og herforingi í kerrunni og fékk kókómjólk í kaffiteríunni. Hann vildi hinsvegar ekki líta við skúffukökunni sem honum bauðst. Við komum svo við hjá mömmu í heimleiðinni og Steingrímur rifjaði upp íbúðina hennar með því að fara í góðan könnunarleiðangur. Þegar heim kom borðaði hann 2 brauðsneiðar með mysing og fór svo inn í stofu og kíkti á sjónvarpið. Hann fékk grjónagraut í kvöldmatinn, með lifrarpylsu, og líkaði mjög vel. Ótrúlegt en satt, hann sofnaði ekki fyrr en kl. 8, hefði haldið að hann ætti enga orku eftir þar sem hann var illa sofinn. En nú sefur hann eins og engill og vonandi verður það þannig í alla nótt.

Saturday, August 29, 2009

Gaman á róló í góða veðrinu









Steingrímur að bralla hjá Steinku














Ýmislegt baukað

Steingrímur vaknaði klukkan hálf átta, sem var fínn tími að mínu mati :) Hann borðaði mjög vel af morgunmatnum og fór svo inn í stofu að rölta og kúra í sófanum. Barnaefnið var í gangi og hann horfði smá stund. Hann var svo á ferðinni um íbúðina og skemmti sér við að vera mjög hávær fram að hádegi. Hann borðaði krakkafisk í hádeginu og kláraði heilan bakka, 400 g!! Ekki að spara við sig matinn núna ! Eftir hádegið skutluðum við Hildu á frjálsíþróttamót og fórum svo í heimsókn til Steinku. Steingrímur fór meðfram öllum húsgögnum þar sem erfitt var að troðast, flækti sig í rafmagnssnúrum og lék sér í borðstofustólunum. Hann var ansi hávær þarna líka, en róaðist við táslunudd í sófanum. Síðan skruppum við út á leikvöll með Sif vinkonu og stelpunum hennar. Steingrímur prófaði að klifra upp stigann að rennibrautinni en hann langaði ekki að renna. Fannst flott að vera þar uppi og horfa yfir. Síðan var haldið heim á leið og þá fór guttinn að hlusta á tónlist og söngla með. Hann fékk pylsur í kvöldmatinn og borðaði næstum því tvær með brauði og tómatsósu. Gunna vinkona kom við og náði rétt að sjá hann vakandi, hann horfði mjög áhugasamur á hana og virtist líka vel að taka í hendurnar á henni. Skömmu síðar steinsofnaði ungi maðurinn og sefur vonandi jafn vel og síðustu nótt :)

Friday, August 28, 2009

Náttfataklæddur herra sást á ýmsum stöðum






Gormast um stofuna

Hr. Mathákur

Ég kom og sótti unga manninn og ömmu hans í Mosó. Hann var í ágætis stuði, var alveg til í að koma í bílferð og losna við mömmu og pabba (he he). Við skiluðum ömmu heim að dyrum (þóttist ætla að keyra hana upp á 7. hæð :)) og fórum svo heim. Unginn tók sinn vanalega könnunarrúnt um íbúðina og fór svo að nota borðstofustólana sem trommur. Þegar matartíminn kom kallaði ég inn í stofu: Steingrímur, komdu að borða! Og minn kom brunandi um leið inn í eldhús og byrjaði að klifra upp í stólinn :) Enda var hann svangur, borðaði fullt box af Gríms plokkfisk á mettíma, togaði hendina með skeiðinni inn í munninn aftur og aftur ! Ein kókómjólk lét líka lífið í átökunum :) Svo fékk hann aðeins að leika sér eftir matinn en var lagður í rúmið rétt fyrir átta. Fimm mínútum síðar var hann steinsofnaður, saddur og sæll :)