Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Wednesday, December 21, 2005


Gott að knúsa mömmu :-) Posted by Picasa


Gengið kringum jólatréð Posted by Picasa


Í löbbunni að reyna að ná í snuðið Posted by Picasa


Við Steingrímur að knúsast Posted by Picasa


Steingrímur í jólabúning :-) Posted by Picasa

Jólaball á Lyngási :-)

Þriðjudaginn 20. desember var haldið jólaball á Lyngási. Við Júlíana mættum með steinsofandi lítinn mann í fallegum flauelsmatrósafötum. Eftir þó nokkuð dekstur tókst okkur að vekja hann og var hann svo færður í jólasveinabúning. Svo var farið í salinn og þar var jólaskemmtun. Deildin hans Steingríms var með atriði uppi á sviði og það fannst honum ekki leiðinlegt. Hann klappaði saman lófunum og hossaði sér, var miðpunktur athyglinnar :-) Eftir þetta var dansað í kringum jólatréð. Steingrímur fór aðeins í kringum tréð í stólnum sínum, svo fór hann í "löbbuna" sína og þá var mikið hoppað. Hann fór gjarnan aftur á bak og klessti aðeins á aðra ballgesti :-) Svo fór hann og labbaði sjálfur hringinn með hjálp Sólveigar sem umsjónarkonan hans. Eftir ballið var farið inn á deild þar sem við fengum góðar veitingar. Steingrímur smakkaði á brauðtertunni en var hrifnastur af jarðarberjatertunni. Hann var sko alveg til í að opna munninn til að hleypa henni inn :-) Þegar fjörinu lauk kom hann svo í stutta heimsókn niður í vinnu til mín þar sem ég gat aðeins montað mig yfir honum við þá sem voru á staðnum. Það var þreyttur kútur sem fór svo heim með mömmu.

Sunday, December 18, 2005

Daufur sunnudagur

Steingrímur var vakinn rúmlega 8 og var ekki beint hress. Hann sofnaði svo aftur eftir tæpan klukkutíma og svaf meira og minna fyrir hádegi. Við fórum svo á smá flandur, kíktum í búðir og keyptum jólagjafir. Litli karl var frekar framlágur og sofnaði líka eftir hádegi. Hann fór svo til Siggu frænku í eftirmiðdaginn, og var þá aðeins farinn að hressast. Hann var lystarlaus í dag, greinilegt að nýju lyfin eru að segja til sín.

Saturday, December 17, 2005


Það var mikið klappað og höndum veifað Posted by Picasa


Einn situr og dillar sér Posted by Picasa


Hvað er Óli að gera ? Hmmm ? Posted by Picasa


Snuff snuff ! Brad Pitt tékkar á samkeppninni Posted by Picasa

Lítill maður slappur

Steingrímur svaf illa í nótt og skældi upp úr svefni nokkrum sinnum :( Ég varð að vekja hann til að gefa honum morgunmatinn og lyfin sín. Hann lék sér svo í rólegheitunum en var alls ekki hress. Hann dottaði einu sinni um 10 leytið, og svo sofnaði hann í stólnum þegar ég var að gefa honum hádegismatinn. Hann borðaði heldur ekki vel. Svo fórum við í leiðangur. Við fórum í Smáralindina, en þar voru svo mikil læti að við forðuðum okkur fljótt. Þaðan lá leiðin til Steinku systur, þar sem við heilsuðum upp á tíkina Freyju, sem þótti alls ekki leiðinlegt að sjá okkur :-) Þá fórum við í Mávahlíðina að kíkja á Óla og co., en þá sofnaði Steingrímur aftur (um kl. 4!). Óli var alltaf að kíkja á hann og reyna að vekja hann. Hann vaknaði frekar úrillur og var afar slappur í fanginu á mér. Okkur var svo boðið í mat hjá mömmu og tókst mér að fá ofan í hann 4 skeiðar af kjúkling með hrísgrjónum. Við stoppuðum aðeins í Blómaval á leiðinni heim, og keyptum jólakúlur. Steingrími þótti gaman að skoða öll ljósin :-) Er heim kom var gæinn drifinn í rúmið en hann sofnaði ekki fyrr en um kl. 11. Var samt afar þreyttur og vælinn. Vonandi sefur hann vel og vaknar hress á morgun.

Friday, December 16, 2005


Jæja, þetta er komið langleiðina niður Posted by Picasa


Hihi, gaman gaman Posted by Picasa


Best að renna þessu niður fyrir þig Posted by Picasa


Við gerum alveg eins :-) Posted by Picasa


Sætust saman á gólfinu Posted by Picasa

Herra Ofvirkur !

Jæja, enn og aftur kemur Steingrímur og rúlar heimilinu hér í Möðrufelli :-) Hann var að byrja á nýju lyfi og mamma hans varaði við því að hann gæti kannski verið svolítið slappur þess vegna. En neeeeeeeii ! Við fórum í heimsókn til Sifjar og Örnu Aspar, og minn var í svoleiðis bana(na)stuði ! Spjallaði, skreið, dillaði sér, lék sér að dóti og skellihló þegar bleyja var dregin yfir andlitið á honum :-) Arna var í því að herma eftir honum, lagðist hjá honum á gólfið og gerði eins og hann :-) Svo settist hún hjá honum og fór að renna niður peysunni hans, klappa honum í framan og spjalla við hann :-) Mjög sætt :-) Eftir Idolið renndum við heim og þar var ungi herrann ekkert á því að sofna ! Hann hoppaði og skoppaði í rúminu og var enn í dæmalausu stuði. Klukkan 11 varð hann samt að gefast upp, blessuð hetjan. Sefur alveg eins og engill núna :-)