Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, December 17, 2005

Lítill maður slappur

Steingrímur svaf illa í nótt og skældi upp úr svefni nokkrum sinnum :( Ég varð að vekja hann til að gefa honum morgunmatinn og lyfin sín. Hann lék sér svo í rólegheitunum en var alls ekki hress. Hann dottaði einu sinni um 10 leytið, og svo sofnaði hann í stólnum þegar ég var að gefa honum hádegismatinn. Hann borðaði heldur ekki vel. Svo fórum við í leiðangur. Við fórum í Smáralindina, en þar voru svo mikil læti að við forðuðum okkur fljótt. Þaðan lá leiðin til Steinku systur, þar sem við heilsuðum upp á tíkina Freyju, sem þótti alls ekki leiðinlegt að sjá okkur :-) Þá fórum við í Mávahlíðina að kíkja á Óla og co., en þá sofnaði Steingrímur aftur (um kl. 4!). Óli var alltaf að kíkja á hann og reyna að vekja hann. Hann vaknaði frekar úrillur og var afar slappur í fanginu á mér. Okkur var svo boðið í mat hjá mömmu og tókst mér að fá ofan í hann 4 skeiðar af kjúkling með hrísgrjónum. Við stoppuðum aðeins í Blómaval á leiðinni heim, og keyptum jólakúlur. Steingrími þótti gaman að skoða öll ljósin :-) Er heim kom var gæinn drifinn í rúmið en hann sofnaði ekki fyrr en um kl. 11. Var samt afar þreyttur og vælinn. Vonandi sefur hann vel og vaknar hress á morgun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home