Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, March 29, 2009



Þessi kom allt í einu á öxlina á mér í stólnum :)


Tjúttað í sófanum hjá Víði


Á tölti í mínu herbergi

Rólegheita dagur

Steingrímur vaknaði kl. 7 og fékk sér ávaxtagraut í morgunmat. Svo var hann afar rólegur til hádegis, vildi eiginlega bara vera á mottunni. Hann borðaði vel af hádegismatnum eins og áður en var frekar vælinn eftir hádegið. Lá mikið á mottunni og vildi lítið standa upp. Sigrún vinkona og Víðir sonur hennar komu í heimsókn og ég bakaði vöfflur. Viti menn, þá risu sumir upp, komu fram í eldhús og borðuðu ótrúlegt magn af vöfflum með rjóma og sultu :D Glæsilegur! Hann tölti svo um og rabbaði aðeins við okkur, þegar kom að kvöldmatnum var hann aðeins lystarminni en venjulega enda fullur af vöfflum :) Hann borðaði samt alveg ágætlega. Hann steinsofnaði svo kl. 8 og kúrir sæll í rúminu :)

Saturday, March 28, 2009

Chillað í Hildu herbergi


Arna tékkar á Steingrími


Við Steingrímur höfum það gott í sófanum


Herrann fær knús hjá Helen og skríður svo til mín :)



Aðeins chillað í sófanum hjá Ragnari

Steingrímur greip í öxlina á Steinari og svo í hálsmálið hjá honum :)


Afmælisveisla og huggulegheit

Steingrímur vaknaði kl. 6 og var í stuði með guði. Hann borðaði einn disk af hafragraut og einn af ávaxtagraut, alveg botnlaus svona í morgunsárið! Svo horfðum við á barnaefnið og höfðum það virkilega huggulegt. Herrann borðaði aftur vel í hádeginu, 7 kartöflur og fullt af þorski! Kúffullur diskur! Ekkert lystarleysi hjá þessum manni :D Klukkan 3 fórum við í afmæli hjá Helen systur. Þar voru Óli og Steinar og Arna Rún litla svo það voru ansi mikil læti á staðnum en Steingrímur lét það ekkert á sig fá. Hann tók aðeins á Steinari og greip í hálsmálið á bolnum hans, Steinari fannst það nú ansi vafasamt :) Örnu Rún fannst hann spennandi og skoðaði hann aðeins :) Helen gaf honum gott knús nokkrum sinnum og eftir eitt þeirra skreið hann yfir hana og upp í sófa til mín og sat þar dágóða stund. Hann var nú ekki til í miklar góðgerðir í veislunni enn þáði kókómjólk. Er heim kom fékk hann sér brauð og fór svo inn í herbergið hennar Hildu sem er nýr uppáhaldsstaður. Dvaldi þar meira og minna fram að kvöldmat. Hann borðaði líka mjög vel af kvöldmatnum, grjónagraut með slátri. Það var því saddur og sæll herramaður sem fór að lúra kl. 8.

Friday, March 27, 2009

Leikfimisæfingar á stól :)




Að leika sér í tölvunni :)

Tóti tölvukarl :)

Þegar ég kom að sækja músina í leikskólann stóð hann við tölvu inni í leikherbergi og ýtti á hnapp til að fá myndir og tónlist :D Alltaf þegar tónlistin hætti sló hann nokkrum sinnum ákveðið á hnappinn og skemmti sér greinilega mjög vel :D Svo spurði ég hann hvort að hann vildi koma og þá rétti hann upp hendurnar og bað mig um að taka sig :) Knúsikarl! Við skruppum svo í Bónus og það fannst mínum bara mjög gaman. Brosti út af eyrum meðan við keyrðum um :) Svo fórum við heim og fengum þá Ólöfu vinkonu aðeins í heimsókn og svo komu mamma og Eva með töskuna. Þá fékk unginn enn meira knús :) Við horfðum svo á barnaefnið fram að kvöldmat og ég get glatt foreldrana með að segja að matarlystin var mjög góð, nær heill bakki af plokkfisk! Enda fékk hann óspart hrós og var ekki óánægður með það :D Svo var maður búinn upp fyrir svefninn og tannburstaður (rosa vinsælt). Hann varð fljótt mjög lúinn og sofnaði kortér yfir átta.

Sunday, March 01, 2009

Djammað á mottunni :)







Gæi að versla

Rólegheitadagur

Steingrímur vaknaði kl. hálf sjö og var bara hress. Morgunmaturinn rann niður eins og ekkert væri og hann fór á flandur um alla íbúð. Um hádegið varð hann vælinn og steinsofnaði meðan ég var að hafa til matinn. Hann vaknaði eftir 20 mínútur og var frekar úrillur. Borðaði samt vel af hádegismatnum. Við skruppum aðeins í búð en vorum bara í rólegheitunum heima allan daginn eftir það. Raggi kom við með allan krakkaskarann en að öðru leyti vorum við bara ein að dútla. Gaurinn vildi mest vera á teppinu í allan dag, fór þangað aftur og aftur. Hann fékk grjónagraut í kvöldmatinn og borðaði þvílíkt vel :) Svo tölti hann um til klukkan 8, þá fóru augnlokin að þyngjast og hann fór upp í rúmið sitt. Hann sofnaði skömmu síðar sæll og saddur :)