Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, March 28, 2009

Afmælisveisla og huggulegheit

Steingrímur vaknaði kl. 6 og var í stuði með guði. Hann borðaði einn disk af hafragraut og einn af ávaxtagraut, alveg botnlaus svona í morgunsárið! Svo horfðum við á barnaefnið og höfðum það virkilega huggulegt. Herrann borðaði aftur vel í hádeginu, 7 kartöflur og fullt af þorski! Kúffullur diskur! Ekkert lystarleysi hjá þessum manni :D Klukkan 3 fórum við í afmæli hjá Helen systur. Þar voru Óli og Steinar og Arna Rún litla svo það voru ansi mikil læti á staðnum en Steingrímur lét það ekkert á sig fá. Hann tók aðeins á Steinari og greip í hálsmálið á bolnum hans, Steinari fannst það nú ansi vafasamt :) Örnu Rún fannst hann spennandi og skoðaði hann aðeins :) Helen gaf honum gott knús nokkrum sinnum og eftir eitt þeirra skreið hann yfir hana og upp í sófa til mín og sat þar dágóða stund. Hann var nú ekki til í miklar góðgerðir í veislunni enn þáði kókómjólk. Er heim kom fékk hann sér brauð og fór svo inn í herbergið hennar Hildu sem er nýr uppáhaldsstaður. Dvaldi þar meira og minna fram að kvöldmat. Hann borðaði líka mjög vel af kvöldmatnum, grjónagraut með slátri. Það var því saddur og sæll herramaður sem fór að lúra kl. 8.

1 Comments:

At 3:30 PM, Blogger Védís said...

SJÖ kartöflur, já. Það er meira en ég borða á einni viku held ég :)

 

Post a Comment

<< Home