Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, March 29, 2009

Rólegheita dagur

Steingrímur vaknaði kl. 7 og fékk sér ávaxtagraut í morgunmat. Svo var hann afar rólegur til hádegis, vildi eiginlega bara vera á mottunni. Hann borðaði vel af hádegismatnum eins og áður en var frekar vælinn eftir hádegið. Lá mikið á mottunni og vildi lítið standa upp. Sigrún vinkona og Víðir sonur hennar komu í heimsókn og ég bakaði vöfflur. Viti menn, þá risu sumir upp, komu fram í eldhús og borðuðu ótrúlegt magn af vöfflum með rjóma og sultu :D Glæsilegur! Hann tölti svo um og rabbaði aðeins við okkur, þegar kom að kvöldmatnum var hann aðeins lystarminni en venjulega enda fullur af vöfflum :) Hann borðaði samt alveg ágætlega. Hann steinsofnaði svo kl. 8 og kúrir sæll í rúminu :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home