Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 31, 2008


Kíkt á fínu bleiku mottuna



Vinaknús



Bjarki spjallar við Steingrím


Skoðar húsið hans Ragga

Hress karl á ferð og flugi

Herrann vaknaði rúmlega sex og var í fínu formi. Borðaði vel af morgunmatnum að venju og tölti um hress og kátur. Hann var klæddur í buff um sig miðjann til að tryggja að hann kæmist ekki í bleyjuna! Við vorum í rólegheitum fram að hádegi, ég spilaði klassíska tónlist fyrir hann og honum virtist líka það vel. Hann hámaði í sig hádegismatinn, ég skil ekki hvernig allur þessi matur kemst í þennan litla kropp!!! Eftir hádegið kíktum við í heimsókn til Ragga að skoða nýja húsið hans. Steingrímur skoðaði allt hátt og lágt en lagði ekki í stigann einn þar sem hann var frekar brattur. Hann brá sér líka út á svalir :D Þegar við komum út úr húsinu var kallað glaðlega úr næsta garði: Steingrímur! Þar var kominn Mikael sem vinnur á bangsadeild og fékk hann að knúsa litla karlinn. Steingrímur var ekki nískur á faðmlög á móti :) Gaman að hitta svona vini sína um helgar :). Næsti stopp var í Lautarsmáranum hjá Sif og fjölskyldu. Við komum færandi hendi með pakka handa Örnu Ösp en hún átti 4 ára afmæli um daginn. Steingrímur skoðaði flotta stelpuherbergið og var sérstaklega hrifinn af bleika teppinu :D Þegar heim kom fengum við okkur kaffi og kláruðum eplalengjuna. Mmmmmm, ekki leiðinlegt að mati sumra. Hann borðaði svo súpervel af kvöldmatnum og var í góðu skapi fram að háttatíma. Mikið hlegið þegar næturbleyjan var sett á og svaka stuð að fara í náttföt. Hann sofnaði kl. 8 sæll og glaður :)

Saturday, August 30, 2008


Gaman að fara inn og út af svölunum

Tilþrif við að borða eplaköku :)




Kl. 6 í morgun :D

Þyrnirós svaf heila öld!

Steingrímur svaf til kl......7!!!!!!!! Já, hann svaf í 11 og hálfan tíma!!! Ég vaknaði kl. 6 og gáði hvort hann væri örugglega á lífi! Við vorum því bæði eiturhress um morguninn. Hann borðaði vel og var hress og kátur. Ég var hinsvegar ekki hress þegar hann stakk hendinni niður í bleyjuna og það var eitthvað brúnt þar.... Sumir voru skrúbbaðir vel og rækilega og sótthreinsaðir að auki!!! YUK YUK YUK! Restin af deginum voru stanslaus slagsmál við hendur á leið niður í bleyju en þar sem eitthvað brúnt kom í bleyjuna 3x í gær voru tækifærin óvenjumörg og hann náði aðeins niður í kúkableyju aftur. ARGH! Við skruppum í Kringluna eftir hádegismatinn, en guttinn borðaði mjög vel af ýsu og kartöflum. Þar prufaði ég að kaupa boxershorts sem ná hærra upp, vona að það hjálpi! Herrann var hinn ánægðasti þegar okkur var boðið að smakka eplalengju á kynningu í Hagkaup. Við keyptum eina nýbakaða og þegar heim kom hámuðum við í okkur góðgætið með mjólk. Steingrímur stakk bitunum sjálfur upp í sig með gafli ef ég stakk þeim á og rétti honum :) Hann borðaði lítið um kvöldið og sofnaði rétt fyrir átta. Spennandi að sjá hve lengi hann sefur núna!!!

Friday, August 29, 2008



MMMMM kókómjólk!!


Nei er Svava á klósettinu ? Ég þangað !


Chillað í eldhúsinu

Stór og flottur drengur :)

Ég fór með mömmu dengsa og systur hans og sótti hann á leikskólann. Mikið hefur hann stækkað!!! Við komum heim og hann æddi út um allt, byrjaði á eldhúsinu eins og venjulega :) Fjölskyldan kom svo aðeins í heimsókn því pabba hans langaði svo að knúsa hann. Það fannst gaurnum hreint ekki leiðinlegt :) Þegar þau fóru fengum við okkur að borða, en herrann var ansi lystarlítill. Hann var svo orðinn rosalega þreyttur upp úr sjö og steinsofnaði kl. hálf átta. Sefur sætt á bænapúðanum sínum :)