Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 31, 2008

Hress karl á ferð og flugi

Herrann vaknaði rúmlega sex og var í fínu formi. Borðaði vel af morgunmatnum að venju og tölti um hress og kátur. Hann var klæddur í buff um sig miðjann til að tryggja að hann kæmist ekki í bleyjuna! Við vorum í rólegheitum fram að hádegi, ég spilaði klassíska tónlist fyrir hann og honum virtist líka það vel. Hann hámaði í sig hádegismatinn, ég skil ekki hvernig allur þessi matur kemst í þennan litla kropp!!! Eftir hádegið kíktum við í heimsókn til Ragga að skoða nýja húsið hans. Steingrímur skoðaði allt hátt og lágt en lagði ekki í stigann einn þar sem hann var frekar brattur. Hann brá sér líka út á svalir :D Þegar við komum út úr húsinu var kallað glaðlega úr næsta garði: Steingrímur! Þar var kominn Mikael sem vinnur á bangsadeild og fékk hann að knúsa litla karlinn. Steingrímur var ekki nískur á faðmlög á móti :) Gaman að hitta svona vini sína um helgar :). Næsti stopp var í Lautarsmáranum hjá Sif og fjölskyldu. Við komum færandi hendi með pakka handa Örnu Ösp en hún átti 4 ára afmæli um daginn. Steingrímur skoðaði flotta stelpuherbergið og var sérstaklega hrifinn af bleika teppinu :D Þegar heim kom fengum við okkur kaffi og kláruðum eplalengjuna. Mmmmmm, ekki leiðinlegt að mati sumra. Hann borðaði svo súpervel af kvöldmatnum og var í góðu skapi fram að háttatíma. Mikið hlegið þegar næturbleyjan var sett á og svaka stuð að fara í náttföt. Hann sofnaði kl. 8 sæll og glaður :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home