Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 27, 2006


Duglegur að labba :-) Posted by Picasa


Stendur flottur með eina hönd sem stuðning Posted by Picasa


Sniglagaur Posted by Picasa


Klóri klór Posted by Picasa

Rólegur eftirmiðdagur og kvöld

Við Steingrímur fórum eftir þriggja tíma lúrinn hans og sóttum Hildu til pabba síns. Svo skruppum við aðeins í Smáralindina. Steingrímur varð kátur að komast út úr bílnum, brosti út að eyrum og fetti sig. Við hittum Ellu vinkonu í Hagkaup og gátum sýnt henni nýju gæjaklippinguna :-) Svo fórum við bara heim og eyddum því sem eftir var af deginum í rólegheitunum. Steingrímur var hressari en fyrripart dagsins og var á röltinu fram að kvöldmat. Hann borðaði kúfaðan disk í kvöldmatinn, góð lyst hjá drengnum :-D Svo upp úr átta varð minn að hátta, þá var nú tjúttað smá í rúminu en hann sofnaði vært og rótt kl. 9. Hann hefur sofið alveg eins og engill og sefur enn (7-9-13).


Horft inn í stofu Posted by Picasa


Ánægður lítill maður Posted by Picasa


Hæ myndavélakona Posted by Picasa


Hnoðast í rúminu Posted by Picasa

Óróleg nótt og langur blundur

Litli karl var afar órólegur til klukkan þrjú í nótt. Hann var sofnaður rétt um hálf ellefu, en um miðnættið hrökk hann upp veinandi úr svefninum. Hann var alveg óhuggandi og grét mjög sárt með háum veinum. Það var eins og hann væri samt enn sofandi, var með lokuð augun og ekkert samband náðist við hann. Hann róaðist alltaf á milli en grét stöðugt í um 10-15 mínútur í senn. Þetta hélt áfram þar til um þrjú, eftir það rumskaði hann bara einu sinni og skældi smá. Hann vaknaði svo um hálfátta og borðaði vel af morgunmatnum. Hann var samt ekkert sérlega hress og vildi ekkert skríða um né labba, lá bara kyrr. Ég svipti honum því af gólfinu og upp í rúmið mitt og þar hnoðaðist hann um hæstánægður. Hló meira að segja nokkrum sinnum :-) Hann vildi samt mest vera að faðma röndótta grjónapúðann sem er í uppáhaldi hjá honum, var að krafsa í hann og töskuna mína. Svo klukkan kortér í ellefu steinsofnaði hann. Og svaf og svaf og svaf ! Ég reyndi að vekja hann um hálf eitt til að gefa honum mat en þá veinaði hann og grét eins og um nóttina en sofnaði svo aftur. Ég leyfði honum því að vera í friði og þá svaf hann til tvö !!! Hann borðaði líka vel af hádegismatnum, örugglega orðinn soltinn eftir langann svefn. Hann er eitthvað á röltinu núna en er frekar rólegur. Vonandi hressist hann þegar líða fer á daginn.

Saturday, August 26, 2006


Að ýta Guðlaugu í hring í hægindastólnum :-) Posted by Picasa


Kúrt í "ömmu"rúmi Posted by Picasa


Óli vildi leiða Steingrím :-) Posted by Picasa


The chillmaster :-) Posted by Picasa


Óli tjúttar með Steingrími Posted by Picasa


Herrann að gera englavængi á gólfinu Posted by Picasa


Óli heilsar upp á Steingrím Posted by Picasa

Kringluferð og heimsóknir

Steingrímur sofnaði rétt um níu í gær og vaknaði rúmlega sjö. Hann hesthúsaði heilum hafragrautsdisk í morgunmat og drakk vel með. Svo vorum við að dúlla okkur þar til rétt fyrir ellefu en þá byrjaði litli maðurinn að skæla alveg upp úr þurru. Hann var óhuggandi í smá stund en sofnaði svo. Eftir 10 mínútur vaknaði hann með andfælum háskælandi og tók langan tíma að hugga hann :( Þegar hann hafði róast borðaði hann vel í hádeginu, þrjár stappaðar kartöflur og lifrapylsu :-) Svo skruppum við í heimsókn til Svanhildar og fjölskyldu. Óli fór strax að spjalla við Steingrím og hermdi eftir mjaðmahnykkjunum hans. Hossa hossa sagði Óli og æfði sig í að segja Steingrímur. Það kom misjafnlega út en endaði jafnan á grrrímmur :-) Hann settist hjá Steingrími og tók í hendina á honum og sagði svo við mig, Svava, leiða, Óli leiða :-) Síðan skruppum við í Kringluna með Hildu og Guðlaugu. Steingrímur sat uppi í kerrunni og horfði allt í kringum sig, fannst þetta greinilega athyglisverður staður. Mamma hringdi svo í mig og bauð okkur í mat svo við fórum þangað með rósir handa gömlu konunni. Steingrímur skoðaði íbúðina og virtist lítast vel á sig. Mér til mæðu steinsofnaði hann klukkan hálf sex. Tilraunir til að vekja hann aftur gengu ekki, tókst ekki að vekja hann fyrr en klukkan rétt fyrir sjö og var hann þá úrillur og svekktur. Það tókst þó að koma í hann lyfjum með jógúrt og svo prófaði hann smá kjúkling með hrísgrjónum. Lystin var samt ekki eins góð og í hádeginu. Hann drakk vel með þessu að minnsta kosti. Svo sat Guðlaug í hægindastólnum hennar mömmu og Steingrímur kom og ýtti henni næstum í hring í honum :-) Mjög fyndið :-) Svo var haldið heim á leið og herrann undirbúinn fyrir svefninn. Það þarf samt ekki að taka fram að eftir blundinn góða er hann eiturhress og ekkert á leiðinni að sofna. Mikið stuð og mjaðmahnykkir í gangi. Enginn svefn á næstunni !

Friday, August 25, 2006


Er virkilega leyfilegt að vera svona sætur ?? Posted by Picasa


Svefnstellingar eru stundum spes Posted by Picasa


Taktu mig upp Svava :-) Posted by Picasa


Ooo, mig langar svo úút ! Posted by Picasa


Nammi namm fiskur :-) Posted by Picasa

Fiskinn minn, nammi nammi namm

Ég sótti Steingrím beint á leikskólann í dag. Hann var steinsofandi þegar ég kom og var ekkert par hrifinn þegar ég tók hann úr kerrunni og setti hann í nýja fína bílstólinn. Hann skældi mikið í fyrstu, en var að róast þegar ég mætti með hann niður í vinnu. Þar tók hann aftur að gráta hástöfum, gerði bara smá hlé þegar Helga hélt á honum og knúsaði á honum kinnina og sussaði í eyrað á honum. Við keyrðum því af stað að sækja Hildu en þá var minn maður hinn rólegasti og rumdi eins og skógarbjörn í baksætinu :-) Við brugðum okkur í Hagkaup að versla í matinn. Gaurinn tók því með ró þar til hann sá kippu af kókómjólk í höndunum á mér. Hann fékk aðeins að klappa kippunni áður en hún var sett í körfuna :-) Svo var komið í Möðrufellið. Steingrímur skrapp í könnunarleiðangur inn á bað og stóð svo við kistuna mína og trommaði á hana. Svo hafði ég til kvöldmat, fisk með stöppuðum kartöflum með smjöri. Mér til mikillar gleði kláraði hann allt af disknum ! Greinilegt að honum þótti þetta gott og var svangur :-) Hann fékk svo að skola þessu niður með kókómjólk. Eftir matinn var aðeins slappað af í stofunni þar til Hilda kom heim úr bíó. Þá var minn maður settur í náttföt og fékk hreina bleyju fyrir nóttina. Hinn hræðilegi tannbursti mætti líka á svæðið við litlar vinsældir, ásamt vini hans vonda þvottapokanum. En eftir þau slagsmál var ungi maðurinn tilbúinn fyrir háttinn. Hann er reyndar núna í fullu fjöri enn, sjáum til hvenær Óli Lokbrá mætir :-)

Sunday, August 20, 2006


Ok, ég skal pósa voða fínt Posted by Picasa


Ertu komin með vélina aftur ?? Posted by Picasa


Nenni ekki myndatökum Posted by Picasa


Pottormur :-) Posted by Picasa

Afslöppun og heimferð

Herra Steingrímur svaf til klukkan sjö. Við kúrðum saman í kojunni í smá stund en síðan var borðaður morgunmatur. Heill hafragrautsdiskur var ekki lengi að hverfa :-) Við chilluðum svo inni í herbergi þar til líf komst í hina um klukkan níu. Steingrímur fór undir eins að tékka á pallinum :-) Hann lagði sig í einn og hálfan tíma um hádegið. Hádegismaturinn rann auðveldlega niður og eftir hann brunaði minn maður út á pall. Svo fórum við systur inn að spila og þá gekk Steingrímur um með því að ýta einum stól á undan sér :-) Duglegur ! Svo var haldið heim á leið og músinni skilað til mömmu og pabba. Þegar við stoppuðum fyrir utan húsið fór minn að hlæja. Gaman að koma heim !

Saturday, August 19, 2006


Labbað með Sölku Posted by Picasa