Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, August 25, 2006

Fiskinn minn, nammi nammi namm

Ég sótti Steingrím beint á leikskólann í dag. Hann var steinsofandi þegar ég kom og var ekkert par hrifinn þegar ég tók hann úr kerrunni og setti hann í nýja fína bílstólinn. Hann skældi mikið í fyrstu, en var að róast þegar ég mætti með hann niður í vinnu. Þar tók hann aftur að gráta hástöfum, gerði bara smá hlé þegar Helga hélt á honum og knúsaði á honum kinnina og sussaði í eyrað á honum. Við keyrðum því af stað að sækja Hildu en þá var minn maður hinn rólegasti og rumdi eins og skógarbjörn í baksætinu :-) Við brugðum okkur í Hagkaup að versla í matinn. Gaurinn tók því með ró þar til hann sá kippu af kókómjólk í höndunum á mér. Hann fékk aðeins að klappa kippunni áður en hún var sett í körfuna :-) Svo var komið í Möðrufellið. Steingrímur skrapp í könnunarleiðangur inn á bað og stóð svo við kistuna mína og trommaði á hana. Svo hafði ég til kvöldmat, fisk með stöppuðum kartöflum með smjöri. Mér til mikillar gleði kláraði hann allt af disknum ! Greinilegt að honum þótti þetta gott og var svangur :-) Hann fékk svo að skola þessu niður með kókómjólk. Eftir matinn var aðeins slappað af í stofunni þar til Hilda kom heim úr bíó. Þá var minn maður settur í náttföt og fékk hreina bleyju fyrir nóttina. Hinn hræðilegi tannbursti mætti líka á svæðið við litlar vinsældir, ásamt vini hans vonda þvottapokanum. En eftir þau slagsmál var ungi maðurinn tilbúinn fyrir háttinn. Hann er reyndar núna í fullu fjöri enn, sjáum til hvenær Óli Lokbrá mætir :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home