Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, August 26, 2006

Kringluferð og heimsóknir

Steingrímur sofnaði rétt um níu í gær og vaknaði rúmlega sjö. Hann hesthúsaði heilum hafragrautsdisk í morgunmat og drakk vel með. Svo vorum við að dúlla okkur þar til rétt fyrir ellefu en þá byrjaði litli maðurinn að skæla alveg upp úr þurru. Hann var óhuggandi í smá stund en sofnaði svo. Eftir 10 mínútur vaknaði hann með andfælum háskælandi og tók langan tíma að hugga hann :( Þegar hann hafði róast borðaði hann vel í hádeginu, þrjár stappaðar kartöflur og lifrapylsu :-) Svo skruppum við í heimsókn til Svanhildar og fjölskyldu. Óli fór strax að spjalla við Steingrím og hermdi eftir mjaðmahnykkjunum hans. Hossa hossa sagði Óli og æfði sig í að segja Steingrímur. Það kom misjafnlega út en endaði jafnan á grrrímmur :-) Hann settist hjá Steingrími og tók í hendina á honum og sagði svo við mig, Svava, leiða, Óli leiða :-) Síðan skruppum við í Kringluna með Hildu og Guðlaugu. Steingrímur sat uppi í kerrunni og horfði allt í kringum sig, fannst þetta greinilega athyglisverður staður. Mamma hringdi svo í mig og bauð okkur í mat svo við fórum þangað með rósir handa gömlu konunni. Steingrímur skoðaði íbúðina og virtist lítast vel á sig. Mér til mæðu steinsofnaði hann klukkan hálf sex. Tilraunir til að vekja hann aftur gengu ekki, tókst ekki að vekja hann fyrr en klukkan rétt fyrir sjö og var hann þá úrillur og svekktur. Það tókst þó að koma í hann lyfjum með jógúrt og svo prófaði hann smá kjúkling með hrísgrjónum. Lystin var samt ekki eins góð og í hádeginu. Hann drakk vel með þessu að minnsta kosti. Svo sat Guðlaug í hægindastólnum hennar mömmu og Steingrímur kom og ýtti henni næstum í hring í honum :-) Mjög fyndið :-) Svo var haldið heim á leið og herrann undirbúinn fyrir svefninn. Það þarf samt ekki að taka fram að eftir blundinn góða er hann eiturhress og ekkert á leiðinni að sofna. Mikið stuð og mjaðmahnykkir í gangi. Enginn svefn á næstunni !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home