Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 27, 2006

Óróleg nótt og langur blundur

Litli karl var afar órólegur til klukkan þrjú í nótt. Hann var sofnaður rétt um hálf ellefu, en um miðnættið hrökk hann upp veinandi úr svefninum. Hann var alveg óhuggandi og grét mjög sárt með háum veinum. Það var eins og hann væri samt enn sofandi, var með lokuð augun og ekkert samband náðist við hann. Hann róaðist alltaf á milli en grét stöðugt í um 10-15 mínútur í senn. Þetta hélt áfram þar til um þrjú, eftir það rumskaði hann bara einu sinni og skældi smá. Hann vaknaði svo um hálfátta og borðaði vel af morgunmatnum. Hann var samt ekkert sérlega hress og vildi ekkert skríða um né labba, lá bara kyrr. Ég svipti honum því af gólfinu og upp í rúmið mitt og þar hnoðaðist hann um hæstánægður. Hló meira að segja nokkrum sinnum :-) Hann vildi samt mest vera að faðma röndótta grjónapúðann sem er í uppáhaldi hjá honum, var að krafsa í hann og töskuna mína. Svo klukkan kortér í ellefu steinsofnaði hann. Og svaf og svaf og svaf ! Ég reyndi að vekja hann um hálf eitt til að gefa honum mat en þá veinaði hann og grét eins og um nóttina en sofnaði svo aftur. Ég leyfði honum því að vera í friði og þá svaf hann til tvö !!! Hann borðaði líka vel af hádegismatnum, örugglega orðinn soltinn eftir langann svefn. Hann er eitthvað á röltinu núna en er frekar rólegur. Vonandi hressist hann þegar líða fer á daginn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home