Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 24, 2005

Meiri afslöppun í bústað

Steingrímur svaf eins og engill fyrir utan smá rumsk þegar hann var greinilega að dreyma eitthvað. Þá blaðraði hann smá og tuggði snuðið, svaf svo vært eftir það :-) Ég þurfti hinsvegar að vekja hann fyrir 8 til að borða og taka lyfin! Hann svaf svo meira og minna allan morguninn. Eftir hádegismatinn lagði hann sig líka úti á palli, lá innpakkaður í sæng eins og rúllupylsa. Svanhildur og fjölskylda komu svo á staðinn um kl. 4. Óli fór undir eins að tékka á Steingrími og vildi endilega stela snuðinu hans. Steingrímur vildi gjarnan skoða andlitið á Óla, en Óli klappaði bara kumpánalega á upphandleggina á honum á móti :-) Eftir smá stund sofnaði Steingrímur eina ferðina enn, var ekki upp á sitt besta þennan dag. Eftir góðan grillmat var svo haldið heim á leið og þrátt fyrir langa bílaröð tókst okkur Helen Sjöfn loks að komast í Mosó og skila þreyttum gaur til pabba og mömmu :-) Home sweet home :-)


Dúllar sér á pallinum Posted by Picasa


Óli og Steingrímur ræða málin Posted by Picasa


Stendur flottur ! :-) Posted by Picasa


Loksins sigrar svefninn hetjuna :-) Posted by Picasa

Saturday, July 23, 2005

Húsafellsferð

Jæja, Magga var nógu hress til að fá okkur í heimsókn svo við brunuðum af stað með Helen systur eftir að hafa verslað mat í Bónus. Steingrímur svaf nær alla leiðina, vaknaði ekki fyrr en nokkru eftir að við komum á staðinn. Magga og Siggi voru í sólbaði út á palli þegar við komum og við vorum ekki sein á okkur að skella okkur í sólina líka. Hitinn var eins og í útlöndum enda var ég fljót að láta litla mann fækka fötum. Hann var bara á samfellunni :-) Svo var ákveðið að leyfa honum að prófa pottinn. Hann var vægast sagt EKKI hrifinn ! Kleip Helen fast í hendina af einskærri skelfingu. Eftir smá stund tók hann pottinn þó í sátt og fór að leika með höndunum á yfirborð vatnsins, eins og hann væri að spila á píanó :-) Hann var svo lagður inn í rúm að sofa um hálf níu en var ekkert á því að sofna ! Eftir að hafa legið lengi inni og spjallað við sjálfann sig fékk hann að koma fram í fjörið í smá stund. Það var svo ekki fyrr en hálf tólf sem hann sofnaði !!!


Slappað af hjá Möggu Posted by Picasa


Ekki gaman fyrst í pottinum ! Posted by Picasa


Steingrímur og Herbert :-) Posted by Picasa


Helen og Steingrímur spjalla á pallinum Posted by Picasa

Litli maðurinn er bara hress

Steingrímur vaknaði kl. 7 í morgun og var mjög hress. Hann borðaði morgunmat og fór svo í könnunarleiðangur um íbúðina :-) Ekkert sljór, bara í fullu fjöri. Kl. hálf tólf hafði ég til mat og við borðuðum rétt fyrir 12. Steingrímur borðaði eggjaköku og svo banana í eftirrétt og það var ekkert að matarlystinni. Drakk líka eplasafa eins og hann væri nýkominn úr eyðimörk :-) Eftir matinn sá ég að augun voru orðin syfjuleg. Ég lagði hann inn í rúm og bingó, hann sofnaði strax og sefur nú sætt inni í rúmi :-) Svo á eftir förum við kannski í sumarbústað, en Magga systir er eitthvað slöpp og ekki víst að hún vilji gesti, hún lætur okkur vita á eftir.


Hér er gæinn sitjandi í búðarkerrunni í Nettó í gær. Tók mynd með símanum :-) Posted by Picasa

Friday, July 22, 2005

Gönguferð í góðu veðri

Ég kom í dag og sótti Steingrím á Lyngás með systur hans og mömmu. Ungi herrann var svo rosalega syfjaður að það var fyndið að sjá það :-) Eins og hann væri á fimmta glasi :-) Við skelltum okkur svo í IKEA og þá vaknaði sá stutti. Hann sat í kerrunni og horfði á allt dótið, alltaf nóg að skoða þarna. Síðan kvöddum við mömmu og Evu og fórum í Kópavoginn að viðra hundinn Freyju. Freyja var voða glöð að sjá okkur, svo glöð að ég átti í mestu erfiðleikum með að róa hana ! Við löbbuðum svo niður í Kópavogsdalinn og gengum svo út voginn í átt að höfninni. Steingrímur spjallaði hástöfum alla leiðina, klappaði saman lófunum og ákvað svo að prófa nýja tækni í þeim málum. Jú, hann hélt um annan fótinn og klappaði svo með einni hönd á ilina :-) Hann virtist mjög ánægður með túrinn, og Freyja var hæstánægð. Hún kyssti Steingrím svo í kveðjuskyni þegar við fórum. Svo skruppum við aðeins í Nettó, að kaupa ávaxtasafa og banana. Það var bráðfyndið að sjá unga manninn, hann sat í sæti í innkaupakörfunni og var ekkert smá gæjalegur ! Hann hallaði sér afturábak í sætinu og setti báðar hendur fyrir aftan sætisbakið. Svo leit hann bara í kringum sig alvarlegur á svip, voða flottur að keyra um búðina. Svo sneri hann sér aðeins á hlið, var með eina hönd aftan við bakið og notaði hina til að klappa á stöngina á körfunni. Svo er heim kom fékk herrann plokkfisk í kvöldmatinn. Hann var nú ekkert spenntur fyrir honum fyrst, en með smá fortölum tókst að fá hann til að borða heilmikið ! Svo fékk hann ávaxtasafa til að skola þessu niður. Hann fór svo á gólfið og lék sér aðeins, m.a. skreið aftur á bak, ýtti sér aftur með höndunum og færði þær, voða flottur. Nú er herrann uppi í rúmi og er ekki syfjaður að sjá, blístrar, sest upp, skríður aftur á bak ! Sjáum til hvenær hann sofnar !


Nýsofnaður upp við mig. Cuteness factor MJÖG hár ! Posted by Picasa


Skríðandi aftur á bak ! Þetta fer allt að koma :-) Posted by Picasa


Sitjandi flottur :-) Posted by Picasa