Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, July 22, 2005

Gönguferð í góðu veðri

Ég kom í dag og sótti Steingrím á Lyngás með systur hans og mömmu. Ungi herrann var svo rosalega syfjaður að það var fyndið að sjá það :-) Eins og hann væri á fimmta glasi :-) Við skelltum okkur svo í IKEA og þá vaknaði sá stutti. Hann sat í kerrunni og horfði á allt dótið, alltaf nóg að skoða þarna. Síðan kvöddum við mömmu og Evu og fórum í Kópavoginn að viðra hundinn Freyju. Freyja var voða glöð að sjá okkur, svo glöð að ég átti í mestu erfiðleikum með að róa hana ! Við löbbuðum svo niður í Kópavogsdalinn og gengum svo út voginn í átt að höfninni. Steingrímur spjallaði hástöfum alla leiðina, klappaði saman lófunum og ákvað svo að prófa nýja tækni í þeim málum. Jú, hann hélt um annan fótinn og klappaði svo með einni hönd á ilina :-) Hann virtist mjög ánægður með túrinn, og Freyja var hæstánægð. Hún kyssti Steingrím svo í kveðjuskyni þegar við fórum. Svo skruppum við aðeins í Nettó, að kaupa ávaxtasafa og banana. Það var bráðfyndið að sjá unga manninn, hann sat í sæti í innkaupakörfunni og var ekkert smá gæjalegur ! Hann hallaði sér afturábak í sætinu og setti báðar hendur fyrir aftan sætisbakið. Svo leit hann bara í kringum sig alvarlegur á svip, voða flottur að keyra um búðina. Svo sneri hann sér aðeins á hlið, var með eina hönd aftan við bakið og notaði hina til að klappa á stöngina á körfunni. Svo er heim kom fékk herrann plokkfisk í kvöldmatinn. Hann var nú ekkert spenntur fyrir honum fyrst, en með smá fortölum tókst að fá hann til að borða heilmikið ! Svo fékk hann ávaxtasafa til að skola þessu niður. Hann fór svo á gólfið og lék sér aðeins, m.a. skreið aftur á bak, ýtti sér aftur með höndunum og færði þær, voða flottur. Nú er herrann uppi í rúmi og er ekki syfjaður að sjá, blístrar, sest upp, skríður aftur á bak ! Sjáum til hvenær hann sofnar !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home