Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Wednesday, November 30, 2005


Cuteness factor off the charts ! Posted by Picasa


Maður rúllar sér svo bara á hliðina þegar maður er þreyttur á að vera í brú Posted by Picasa


Duglegastur !!!! Posted by Picasa


Oh, Svava aftur með myndavélina ! Posted by Picasa


Leikið með dót á ganginum Posted by Picasa

Sunday, November 27, 2005

Lystarlítill dagur

Steingrímur sofnaði seint í gær og því kannski ekki skrítið að ég þurfti að vekja hann kl. 7:45. Hann var ekki til í að borða mikinn morgunmat, sama hvað boðið var. Meira að segja skyrið var ekki spennandi ! Banani og hafragrautur spýttust í allar áttir. Eftir nokkur slagsmál tókst að koma í hann 2-3 skeiðum af hafragraut, einum bananabita og loks 4 skeiðum af skyri :( En eplasafi, það var gott að fá hann. Hann lék sér svo hress fram eftir morgni en kl. 11 skyndilega varð hann syfjaður. Og já, það var sama hvernig ég reyndi, hann bara sofnaði í höndunum á mér. Ég reyndi að vekja hann eftir hálftíma og fékk grát og pirring sem svar, og hann bældi sig bara niður aftur og svaf til 12. Hmmm. Höfum núna verið að chilla eftir hádegi, ætlum ekkert á flakk bara taka því rólega. Förum svo heim í Mosó í eftirmiðdaginn :-)

Saturday, November 26, 2005


Steingrímur og ég að chilla í Bóló Posted by Picasa


Á gólfinu í Bólstaðarhlíð Posted by Picasa


Steingrímur stendur við glerborðið í stofunni í Bóló Posted by Picasa

Laugavegsferð og heimsókn í Bólstaðarhlíð

Steingrímur svaf órólega seinni part nætur, en vaknaði samt ekki fyrr en kl. 7:30. Hann var lystarlaus og vildi ekki mikið af hafragraut og banana. Hann lék sér af fullum krafti allan morguninn og var ég því að vona að hann myndi vera mjög svangur þegar kæmi að hádeginu. Hann borðaði eina brauðsneið með osti í hádegismat, en leit ekki á neitt annað sem honum var boðið nema eplasafann :( Ein brauðsneið er þó alltaf ein brauðsneið. Við skelltum okkur svo niður á Laugaveg og hittum Svanhildi og fjölskyldu á kaffihúsinu Te og kaffi. Steingrímur fékk þar skyr og safa. Hann fór að spjalla hátt og snjallt og hlæja, var í fanta stuði. Síðan var labbað af stað að bílnum og þá hitti hann leikskólastjórann af Múlaborg :-) Maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir á Laugaveginum ! Svo fórum við heim til "ömmu" í Bólstaðarhlíð sem var búin að bjóða okkur í mat. Þar dúllaði Steingrímur sér og sýndi hvað hann er orðinn duglegur. Hann skreið um, lyfti bossanum upp í loft og gekk nokkur skref hjá mér :-) Ömmu leist vel á unga manninn, hvað hann var farinn að geta margt. Óli og co. komu í kvöldmatinn og Óli spjallaði aðeins við Steingrím :) Pillukvörnin hafði gleymst heima og því varð svolítið stríð í kvöldmatinum að fá stóru pilluna til að hverfa niður. Það tókst loks með því að skella henni á tunguna og bjóða sopa strax af eplasafa. Steingrímur var sármóðgaður yfir þessu pillustússi og um leið og ég setti hann niður á gólf skreið hann í burtu og settist annarsstaðar :) Ákveðinn ungur maður ! Hann borðaði því miður ekki mikið í kvöldmatinn heldur, hálft brauð með kæfu, smá banana og smá jógúrt. Við fórum svo heim á leið og nú er ungi maðurinn að gera leikfimiæfingar í rúminu sínu. Hann er samt pínu syfjaður, fer að gefast upp ;-)

Friday, November 25, 2005


Duglegur ! Fékk að prófa sparkbílinn hennar Örnu, sat lengi flottur og juggaði sér til Posted by Picasa


Ég vil standa upp ! Steingrímur gerði þetta oft í kvöld, setti bossann út í loftið og vildi fara á fætur :-) Enda vill maðurinn bara standa um þessar mundir :D Posted by Picasa


Arna og Steingrímur leika :D Posted by Picasa


Steingrímur gegnum netið á rúminu :-) Posted by Picasa


Hei, þetta er sniðugt ! Maður rennir perlunum eftir þessum vírum :-) Posted by Picasa


Hmm, hvað er þetta sem Svava var að láta mig hafa ?Posted by Picasa


Ojj, ég vil ekki borða ! Posted by Picasa

Maðurinn mættur í Möðrufellið :-)

Jæja, long time no Steingrímur :-) Hann var steinsofandi þegar ég kom að sækja hann í Mosó og mamma varð að hrista hann aðeins til áður en hann vaknaði. Þegar mamma fór að hreinsa nebbann þá kviknaði á honum, því það er leiðinlegast af öllu í heimi ! Við brunuðum svo í Möðrufellið að fá okkur að borða. Við borðuðum inni í stofu, en litli karl var mjög lystarlaus :( Smá brauð, smá pylsa, smá fiskur, aðeins lítil sýnishorn af hverjum mat fóru inn, en mikið kom út aftur. Loks tókst að fá í hann lyfin með jógúrt, en hann var ekki einu sinni ákafur í að borða hana. Ekki gott ! En hress var hann. Var fyndið að sjá þegar hann sneri sér langt í burtu frá skeiðinni þegar ég var að reyna að gefa honum, fór bara að horfa á sjónvarpið :) Eftir matinn fórum við niður í Mávahlíð að heimsækja Örnu Ösp og fjölskyldu, og horfa á Idolið, auðvitað :) Steingrímur var í essinu sínu og skellihló þegar við komum inn. Hann sýndi svo listir sínar, stóð eins og herforingi, gekk nokkur skref bæði hjá mér og Sif, og skreið svo eftir gólfinu, lengra en ég hef nokkurn tímann séð hann skríða :-) Mun betra show en Idolið ! Arna og hann léku á gólfinu og það var sætt að sjá þegar Arna studdi á flautuna á sparkbílnum, og Steingrímur varð auðvitað að prófa líka og ýti á hnappinn strax á eftir :-) En fjörið verður líka að taka enda, nú liggur hann og sefur vært við hliðina á mér :-)