Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, November 26, 2005

Laugavegsferð og heimsókn í Bólstaðarhlíð

Steingrímur svaf órólega seinni part nætur, en vaknaði samt ekki fyrr en kl. 7:30. Hann var lystarlaus og vildi ekki mikið af hafragraut og banana. Hann lék sér af fullum krafti allan morguninn og var ég því að vona að hann myndi vera mjög svangur þegar kæmi að hádeginu. Hann borðaði eina brauðsneið með osti í hádegismat, en leit ekki á neitt annað sem honum var boðið nema eplasafann :( Ein brauðsneið er þó alltaf ein brauðsneið. Við skelltum okkur svo niður á Laugaveg og hittum Svanhildi og fjölskyldu á kaffihúsinu Te og kaffi. Steingrímur fékk þar skyr og safa. Hann fór að spjalla hátt og snjallt og hlæja, var í fanta stuði. Síðan var labbað af stað að bílnum og þá hitti hann leikskólastjórann af Múlaborg :-) Maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir á Laugaveginum ! Svo fórum við heim til "ömmu" í Bólstaðarhlíð sem var búin að bjóða okkur í mat. Þar dúllaði Steingrímur sér og sýndi hvað hann er orðinn duglegur. Hann skreið um, lyfti bossanum upp í loft og gekk nokkur skref hjá mér :-) Ömmu leist vel á unga manninn, hvað hann var farinn að geta margt. Óli og co. komu í kvöldmatinn og Óli spjallaði aðeins við Steingrím :) Pillukvörnin hafði gleymst heima og því varð svolítið stríð í kvöldmatinum að fá stóru pilluna til að hverfa niður. Það tókst loks með því að skella henni á tunguna og bjóða sopa strax af eplasafa. Steingrímur var sármóðgaður yfir þessu pillustússi og um leið og ég setti hann niður á gólf skreið hann í burtu og settist annarsstaðar :) Ákveðinn ungur maður ! Hann borðaði því miður ekki mikið í kvöldmatinn heldur, hálft brauð með kæfu, smá banana og smá jógúrt. Við fórum svo heim á leið og nú er ungi maðurinn að gera leikfimiæfingar í rúminu sínu. Hann er samt pínu syfjaður, fer að gefast upp ;-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home