Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, November 25, 2005

Maðurinn mættur í Möðrufellið :-)

Jæja, long time no Steingrímur :-) Hann var steinsofandi þegar ég kom að sækja hann í Mosó og mamma varð að hrista hann aðeins til áður en hann vaknaði. Þegar mamma fór að hreinsa nebbann þá kviknaði á honum, því það er leiðinlegast af öllu í heimi ! Við brunuðum svo í Möðrufellið að fá okkur að borða. Við borðuðum inni í stofu, en litli karl var mjög lystarlaus :( Smá brauð, smá pylsa, smá fiskur, aðeins lítil sýnishorn af hverjum mat fóru inn, en mikið kom út aftur. Loks tókst að fá í hann lyfin með jógúrt, en hann var ekki einu sinni ákafur í að borða hana. Ekki gott ! En hress var hann. Var fyndið að sjá þegar hann sneri sér langt í burtu frá skeiðinni þegar ég var að reyna að gefa honum, fór bara að horfa á sjónvarpið :) Eftir matinn fórum við niður í Mávahlíð að heimsækja Örnu Ösp og fjölskyldu, og horfa á Idolið, auðvitað :) Steingrímur var í essinu sínu og skellihló þegar við komum inn. Hann sýndi svo listir sínar, stóð eins og herforingi, gekk nokkur skref bæði hjá mér og Sif, og skreið svo eftir gólfinu, lengra en ég hef nokkurn tímann séð hann skríða :-) Mun betra show en Idolið ! Arna og hann léku á gólfinu og það var sætt að sjá þegar Arna studdi á flautuna á sparkbílnum, og Steingrímur varð auðvitað að prófa líka og ýti á hnappinn strax á eftir :-) En fjörið verður líka að taka enda, nú liggur hann og sefur vært við hliðina á mér :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home