Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 23, 2005

Smá búðarrölt og heimsóknir

Steingrímur vaknaði klukkan hálf átta og var í ágætu skapi. Morgunmaturinn rann ljúflega niður, hann var svo kátur þegar hann sá bananann að hann reyndi að kasta sér á hann áður en ég náði að opna hann ! Um morguninn var hann eiturhress, dillaði sér og hló, og lék með dót á fullu. Klukkan ellefu var bensínið búið og hann tók sér klukkutíma lúr. Hann vaknaði í góðu skapi og samþykkti að borða brauð með lifrarkæfu í matinn (pasta var hafnað hinsvegar). Fékk svo smá jarðarberjajógúrt í eftirmat. Eftir hádegi skelltum við okkur í IKEA með Svanhildi og litla Steinari. Um það bil 90% landsmanna voru líka stödd þar á sama tíma, arrrrg ! Við flúðum inn í matsal og fengum okkur hressingu. Steingrími leist ekki á sænskar kjötbollur en íslensk kókómjólk var í lagi. Í IKEA keypti ég perlu-víra-leiktæki handa honum (færir tréperlur eftir snúnum vírum). Svo skruppum við í heimsókn til Svanhildar og Óli spjallaði aðeins við Steingrím, og reyndi aðeins að stela snuddunni hans :-) Var nú stöðvaður í þeim glæpaverkum :-) Helen og Magga systir komu í heimsókn og spjölluðu við drenginn. Hann rétti út hendurnar þegar hann sá Helen og hún tók hann þegar upp og knúsaði hann. Ekki erfitt að snapa sér smá knús þegar maður er sætur gæi :-) Síðan var haldið heim á leið og unginn sofnaði í bílnum ! Þegar hann kom í mömmufang vaknaði hann, fékk kvöldmat og lá svo og tjúttaði kátur inni í rúmi. Ekki syfjulegur þá ! Sofnar vonandi fyrir miðnætti :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home