Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, April 20, 2008


En maður sér ekki nógu vel á gólfinu, betra að vera nær skjánum :D


Top Gear að byrja og sumir settust við sjónvarpið


Hann stóð heillengi á ganginum, afar hugsi :)


Á fullri ferð að elta konuna sem var að hafa til morgunmatinn

Letidagur

Herrann vaknaði fyrst tíu mínútur í fjögur. Mér tókst að svæfa hann aftur um hálf fimm, þá svaf hann til klukkan sex. Hann var hress þegar hann vaknaði og borðaði tvær grautarskálar í morgunmat :) Morguninn var frekar hávaðasamur, þar sem ungi maðurinn ýldi eins og loftvarnarflauta í nokkra klukkutíma. Um hádegið borðuðum við ýsu í brokkólísósu, sumir fengu sér heilann bakka, aðrir hálfann. Getið hvor var hvor :). Við chilluðum svo bara heima, fórum ekki einu sinni úr náttfötunum. Í kaffitímanum var gaurinn eins og úlfur, borðaði tvö pólarbrauð með skinkumyrju og drakk vel með. Klukkan fimm datt hann útaf steinsofandi og vaknaði afar illa klukkutíma síðar. Það var mikill grátur í um einn og hálfan tíma, svo jafnaði hann sig og borðaði vel af kvöldmatnum. Hann var svo í góðum gír á röltinu, fór og settist beint fyrir framan sjónvarpið þegar hann heyrði Top Gear lagið :D Like father, like son :) Þegar Top Gear lauk var hann settur í rúmið og var hann sofnaður fyrir níu ! Best að lúra líka !

Saturday, April 19, 2008



Lítill karl fær knús í fangi



Faðmar fótinn :)



Lítill karl vildi láta halda á sér

Afmælisveisla :)

Steingrímur vaknaði órólegur kl.....3:40!! Hann vildi alls ekki samþykkja að fara að sofa aftur svo mjööög syfjaður einstaklingur fór fram með honum á röltið. Hann borðaði vel af morgunmatnum, var svo spenntur að hann labbaði hæstánægður með mér inn í eldhús og stillti sér upp við stólinn. Kl. 10 steinsofnaði hann og sumir með honum :) Við vöknuðum kl. 12:20 og herrann hámaði í sig einn og hálfan disk af ýsu og kartöflum. Svo fórum við í Kringluna að kaupa afmælisgjöf handa systur hans. Eftir það var komið að afmælisveislunni :) Gaurinn fékk sér stóra sneið af heita brauðinu hennar mömmu og hljóp svo um húsið milli þess sem hann skellti sér í stigann. Eftir veisluna héldum við heim og fyrst var unginn bara hress. Svo fór hann að skæla og vildi bara láta halda stöðugt á sér. Eftir nokkurn tíma róaðist hann og fékk sér kvöldmat en var enn frekar lítill í sér. Hvert sem ég fór elti hann mig á röndum til að láta taka sig. Kl. 8 lagði ég hann í rúmið og hann var sofnaður áður en höfuðið snerti koddann. Nú er að vona að hann sofi lengur!

Friday, April 18, 2008


Sofandi á nýja bænapúðanum



Sætur að spjalla


Ákveðinn að skríða til mín, vildi láta taka sig :D

Göngugarpur :)

Herrrann var ansi flottur þegar hann mætti á svæðið í dag. Mamma búin að klippa hann stutt ! Maður sér betur sveipina í hárinu á honum, ekki furða að það sé svona liðað! Það var gaman að fylgjast með honum í dag, hann brunaði um alla íbúð og er orðinn enn ákveðnari og öruggari í labbinu. Ætti ég kannski að segja hlaupunum? Hann hreinlega hljóp á milli herbergja! Svo þegar kom að kvöldmat fór hann inn í eldhús og gargaði á mig. Þjónustu TAKK! Enda var borðað vel :D Svo upp úr kvöldmat fóru sumir að verða þreyttir og pirraðir, hann fór þá í náttföt, var þveginn hátt og lágt (ekki vinsælt) og var tannburstaður með fína nýja tannburstanum. Hann fór í rúmið kl. 8 og var steinsofnaður skömmu síðar. Síðan hefur hann ekki bært á sér og sefur vært :D