Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, April 20, 2008

Letidagur

Herrann vaknaði fyrst tíu mínútur í fjögur. Mér tókst að svæfa hann aftur um hálf fimm, þá svaf hann til klukkan sex. Hann var hress þegar hann vaknaði og borðaði tvær grautarskálar í morgunmat :) Morguninn var frekar hávaðasamur, þar sem ungi maðurinn ýldi eins og loftvarnarflauta í nokkra klukkutíma. Um hádegið borðuðum við ýsu í brokkólísósu, sumir fengu sér heilann bakka, aðrir hálfann. Getið hvor var hvor :). Við chilluðum svo bara heima, fórum ekki einu sinni úr náttfötunum. Í kaffitímanum var gaurinn eins og úlfur, borðaði tvö pólarbrauð með skinkumyrju og drakk vel með. Klukkan fimm datt hann útaf steinsofandi og vaknaði afar illa klukkutíma síðar. Það var mikill grátur í um einn og hálfan tíma, svo jafnaði hann sig og borðaði vel af kvöldmatnum. Hann var svo í góðum gír á röltinu, fór og settist beint fyrir framan sjónvarpið þegar hann heyrði Top Gear lagið :D Like father, like son :) Þegar Top Gear lauk var hann settur í rúmið og var hann sofnaður fyrir níu ! Best að lúra líka !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home