Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, September 11, 2005

Gaman á ferð og flugi

Jæja, við skelltum okkur aðeins í Smáralindina eftir hádegið. Eftir smá dvöl þar fórum við og hittum pabba og ömmu herrans í Fífunni. Hann var ekki óánægður með að sjá pabba sinn :-) Hann fékk líka að hitta danska vini pabba síns. Svo brunuðum við aðeins í Kringluna og fórum svo í heimsókn til Örnu Aspar. Hún var frekar slöpp eftir löng veikindi en var samt til í að heilsa aðeins upp á Steingrím. Eftir dvöl hjá unga sjúklingnum fórum við og hittum ma ma ma og Evu hjá Lilju og Svani, vinum foreldranna. Þar lentum við í afganginum eftir afmælisveislu og Steingrímur hámaði í sig pizzasnúða, þegar mömmu hans tókst að vekja hann það er að segja. Herrann sofnaði nefnilega í bílnum og var ekki til í að vakna, sama hvað mamma hans gerði ! Síðan var haldið heim á leið og litli karl lagður í rúmið. Hann var samt í fullu fjöri og þegar við Hilda fórum heim var hann enn í fullu fjöri ! Já, sumir eru bara stuðboltar ! Hlakka til næst :-)


Sjáðu, svona er maður aaaa við Steingrím. Sif með sýnikennslu :-) Posted by Picasa


Arna spjallar við Steingrím Posted by Picasa

Lítill tölvusjúklingur !

Steingrímur sofnaði aftur um kl. 11 í gærkvöldi og svaf til 7 eins og venjulega. Var í miklu blaðurstuði þegar hann vaknaði :-) Í gær og fyrradag tók ég eftir miklum áhuga hans á tölvunni og ákvað að gera smá tilraun. Prófaði að færa hann til í rúminu og snúa honum frá tölvunni, en nei, alltaf kom minn trommandi aftur til baka að tölvunni, reisti sig upp og skoðaði, ýtti á takka og nartaði aðeins í hana :-) Hann meira að segja spyrnti sér áfram með fótunum til að komast að tölvunni ! Ekkert smá spennandi tæki :-) Hann sofnaði í 20 mínútur rétt um kl. 9, og sofnaði aftur núna um hádegið. Eftir hádegi ætlum við að skella á skeið, svo mun gæinn komast í faðm fjölskyldunnar á ný :-)


Namm namm ! Posted by Picasa


Spennandi gripur ! Posted by Picasa

Saturday, September 10, 2005

Heimsóknir og annað skemmtilegt

Jæja, við mættum á hausthátíð Breiðagerðisskóla og þar var mikið um dýrðir. Hilda var að sjá um andlitsmálningu fyrir yngri krakka og ætlaði að setja veiðihár og kisunebba á Steingrím. Fyrst hélt hann að liturinn væri eitthvað gott að borða og opnaði munninn. Þegar hann komst að því hvað átti að gera var hann sármóðgaður og sneri sér undan. Hann fékk því að halda sínum eigin nebba :-) Ungi herrann borðaði svo heila pylsu með brauði í hádeginu, skolaði henni niður með Svala og fékk smá epli í eftirrétt. Heil pylsa, ekkert mál ! Við fórum svo til mömmu í heimsókn og var hún kát að sjá Steingrím. Við fórum svo til Svanhildar þegar Hilda var búin á hátíðinni og þar voru Óli og Steingrímur að spjalla saman. Óli var afar spenntur fyrir honum og var aaaa góður við hann en endaði reyndar á að leggjast ofan á hann, aðeins of alúðlegur. Steingrímur fór að gera mjaðmahnykki sem Óla fannst fyndnir og hann fór þá að hrista hendurnar. Það fannst Steingrími sniðugt, hann hló og brosti til Óla. Bara gaman :-) Svo fórum við með Svanhildi og Steinari litla í Smáralindina. Þar sofnaði Steingrímur í kerrunni en rumskaði þegar við hittum Steinunni og Siggu frænku :-) Við fórum svo aftur til mömmu í Bólstaðarhlíðina og fengum að borða þar. Óli kom líka og var mikið að ræða við Steingrím. Steingrímur steinsofnaði svo þegar við vorum að fara að leggja af stað heim upp úr hálf átta, vaknaði auðvitað þegar við fórum út og er nú í geðveiku stuði uppi í rúmi. Hann segir stanslaust vavavavava, mama, papa og er ekki syfjulegur ! Sjáum til hvort hann róast á eftir !


Hvar ertu Óli, hvað varð af þér ? Posted by Picasa


Óli dansar meðan Steingrímur sveiflar höndunum Posted by Picasa


Best að ná góðu taki á þessum náunga, sem gerir alla mjaðmahnykkina ! Posted by Picasa


Höldumst aðeins í hendur Posted by Picasa


Halló Steingrímur ! Posted by Picasa


Steinsofandi með Kermit í gærkvöldi Posted by Picasa

Góðan daginn :-)

Steingrímur vaknaði klukkan sjö og var ekkert smá hress. Blaðraði nær stanslaust, ætlaði ekki að koma í hann morgunmatnum fyrst því hann þurfti að tala svo mikið :-) Brandari morgunsins var þegar ég tók boltann hans og strauk honum niður eftir enninu og út á nef. Hahahahah, ofsa fyndið. Svo tók hann boltann sjálfur og lét hann detta á ennið á sér. Líka rosa fyndið :-) En fyndni karlinn fór að verða þreyttur um 9 og tók sér hænublund til kl. 10. Núna förum við á hausthátíð Breiðagerðisskóla, með stopp í búð til að kaupa rafhlöður því þessar sem ég fann í gær eru dauðar í dag, so sorry engar myndir fyrr en seinna í dag :-(

Friday, September 09, 2005

Kominn aftur í kofann til mín :-)

Jæja, ég mætti til ömmu í nýju íbúðina og sótti snáðann. Tókst að fá hann afhentan þó að Siggu frænku þætti það svindl, hún hafði nefnilega átt að passa hann á morgun ef hann hefði ekki komið til mín. Við Hilda fórum með karlinn heim og fengum okkur pizzu. Steingrímur fékk að smakka en fékk nóg eftir nokkra bita. Hann fékk í staðinn stafrófspasta og harðsoðið egg með blómkáli. Eftir matinn var minn í stuði og var m.a. að hjálpa mér með myndavélina og tölvuna. Rafhlöðurnar kláruðust í myndavélinni einmitt þegar ég var að fara að hlaða inn, en til allrar lukku fann ég ný ofan í skúffu. Það voru stelpur að koma í heimsókn og litli karl skynjaði það örugglega því hann hélt sér glaðvakandi þar til þær komu til að fá að hitta þær. Sif "frænka" knúsaði karlinn og puðraði magann, og þá var gripið þéttingsfast í hárið á henni :-) Harpa og Gunna komu líka og hittu ungann. En svo var nú kominn háttatími, og hann sofnaði óvenjusnemma miðað við oft áður, rétt um hálf ellefu. Sefur nú sætt en snýr að vísu öfugt í rúminu, surprise surprise :-)


Hmmm, hvað gerist ef ég ýti á þennan takka ? Posted by Picasa


Spiladósarfroskurinn Kermit spilar fyrir áhugasaman ungan mann Posted by Picasa


Boltar eru bara brillijant, eins og Vala Matt segir Posted by Picasa