Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, September 10, 2005

Heimsóknir og annað skemmtilegt

Jæja, við mættum á hausthátíð Breiðagerðisskóla og þar var mikið um dýrðir. Hilda var að sjá um andlitsmálningu fyrir yngri krakka og ætlaði að setja veiðihár og kisunebba á Steingrím. Fyrst hélt hann að liturinn væri eitthvað gott að borða og opnaði munninn. Þegar hann komst að því hvað átti að gera var hann sármóðgaður og sneri sér undan. Hann fékk því að halda sínum eigin nebba :-) Ungi herrann borðaði svo heila pylsu með brauði í hádeginu, skolaði henni niður með Svala og fékk smá epli í eftirrétt. Heil pylsa, ekkert mál ! Við fórum svo til mömmu í heimsókn og var hún kát að sjá Steingrím. Við fórum svo til Svanhildar þegar Hilda var búin á hátíðinni og þar voru Óli og Steingrímur að spjalla saman. Óli var afar spenntur fyrir honum og var aaaa góður við hann en endaði reyndar á að leggjast ofan á hann, aðeins of alúðlegur. Steingrímur fór að gera mjaðmahnykki sem Óla fannst fyndnir og hann fór þá að hrista hendurnar. Það fannst Steingrími sniðugt, hann hló og brosti til Óla. Bara gaman :-) Svo fórum við með Svanhildi og Steinari litla í Smáralindina. Þar sofnaði Steingrímur í kerrunni en rumskaði þegar við hittum Steinunni og Siggu frænku :-) Við fórum svo aftur til mömmu í Bólstaðarhlíðina og fengum að borða þar. Óli kom líka og var mikið að ræða við Steingrím. Steingrímur steinsofnaði svo þegar við vorum að fara að leggja af stað heim upp úr hálf átta, vaknaði auðvitað þegar við fórum út og er nú í geðveiku stuði uppi í rúmi. Hann segir stanslaust vavavavava, mama, papa og er ekki syfjulegur ! Sjáum til hvort hann róast á eftir !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home