Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, September 09, 2005

Kominn aftur í kofann til mín :-)

Jæja, ég mætti til ömmu í nýju íbúðina og sótti snáðann. Tókst að fá hann afhentan þó að Siggu frænku þætti það svindl, hún hafði nefnilega átt að passa hann á morgun ef hann hefði ekki komið til mín. Við Hilda fórum með karlinn heim og fengum okkur pizzu. Steingrímur fékk að smakka en fékk nóg eftir nokkra bita. Hann fékk í staðinn stafrófspasta og harðsoðið egg með blómkáli. Eftir matinn var minn í stuði og var m.a. að hjálpa mér með myndavélina og tölvuna. Rafhlöðurnar kláruðust í myndavélinni einmitt þegar ég var að fara að hlaða inn, en til allrar lukku fann ég ný ofan í skúffu. Það voru stelpur að koma í heimsókn og litli karl skynjaði það örugglega því hann hélt sér glaðvakandi þar til þær komu til að fá að hitta þær. Sif "frænka" knúsaði karlinn og puðraði magann, og þá var gripið þéttingsfast í hárið á henni :-) Harpa og Gunna komu líka og hittu ungann. En svo var nú kominn háttatími, og hann sofnaði óvenjusnemma miðað við oft áður, rétt um hálf ellefu. Sefur nú sætt en snýr að vísu öfugt í rúminu, surprise surprise :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home