Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 28, 2005

Farið í berjamó og til Grindavíkur

Eftir hádegið skelltum við Steingrímur og Hilda okkur í berjamó með Steinku, Möggu, mömmu og Guðlaugu. Við fórum að Selatöngum á Reykjanesi. Veðrið var æðislegt, hlýtt og kyrrt. Það var allt fullt af risaberjum allsstaðar og við borðuðum slatta auk þess sem við týndum. Steingrímur fékk að smakka en gekk ekki vel að borða berin svo hann varð að láta sér nægja að háma í sig skyr sem var tekið með í nesti. Eftir að allar dollur voru fylltar var haldið til Grindavíkur. Þar borðuðum við á sjávarréttaveitingastað sem heitir Brim. Við fengum sveppasúpu með brauði í forrétt og skötusel í rjómasósu í aðalrétt. Steingrímur var ekki mjög hrifinn af súpunni úr skeið, en þáði brauðbita vætta í henni í staðinn. Hann borðaði einnig brauð með smjöri og skötusel. Svo var brunað heim á leið og við Magga sungum hástöfum með Pottþétt 70's diskunum mínu. Steingrímur hló aðeins að okkur og tók svo undir :-) Búinn að hjala nær stanslaust í dag, er allt annar maður núna eftir að leiðindalyfið fór. Rétt fyrir heimkomu sofnaði hann í bílnum, og það leiddi til þess að hann var í stuði þar til klukkan hálf ellefu. En svefninn sigraði að lokum :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home