Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 28, 2005

Kringluferð og önnur kríli

Steingrímur var ekkert smá hress í morgun :-) Eftir morgunmatinn vorum við að kúra uppi í rúmi og þá velti hann sér að mér svo vangi lá að vanga. Þá knúsaði ég kinnina á honum og hann fór að skellihlæja :-) Síðan sneri hann sér frá og sneri sér svo að mér aftur, aftur knúsaði ég hann og aftur skellihlátur. Þetta endurtók hann aftur og aftur, og ég hef aldrei heyrt hann hlæja svona mikið. Bara frábært !! Hilda vaknaði upp úr ellefu og kom og kíkti á okkur. Í hádegismat var grillað ostabrauð og hafragrautur með banana. Allt hvarf ofan í munninn án vandræða. Eftir hádegið skelltum við okkur í Kringluna en Steingrímur svaf eins og steinn allan tímann. Við skelltum okkur næst í heimsókn til Örnu Aspar sem var í stuði þrátt fyrir kvef. Steingrímur kannaði dótið hennar vel, m.a. nýja hljómborðið. Þvínæst skruppum við á róló með Óla og fjölskyldu. Svanhildur systir var að lesa Fréttablaðið, en Steingrímur vildi endilega fá að glugga í það líka. Áður en Svanhildur vissi af var búið að rífa hornið á blaðinu og krumpa saman öftustu síðurnar :-) Hann prófaði rólurnar með Hildu, og fékk að labba ofan á múrvegg með minni aðstoð. Óli kom og spjallaði aðeins við hann, og þegar Óli lét skófluna sína í hendur mömmu sinnar var Steingrímur fljótur að stela henni :-) Svo var farið í Möðrufellið og leikið með dót. Það er samt eitt sem er í uppáhaldi eins og áður, það er IKEA rúllupúðin bleikröndótti, sem er faðmaður á hverjum degi :-) Gaurinn var þreyttur eftir daginn og náði að sofna áður en pabbi kom að sækja hann. Þegar pabbi birtist og fór eitthvað að hræra í honum vaknaði hann með andfælum, dauðhrökk í kút. Hann jafnaði sig fljótt í pabba fangi og lagði vangann að andlitinu á honum. Gott að vera kominn til pabba síns :) Þetta var frábær helgi enda ungi maðurinn eldhress. Hlakka til að sjá hann næst, vonandi enn hressari :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home