Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 28, 2009

Herrann fær táslunudd


Sófinn er hreint ekki slæmur heldur :)


Flottur stóllinn hennar Steinku og gott að chilla á/í honum





Við Kálfatjörn og Kálfatjarnarkirkju


Við Straumsvík, Freyja notaði tækifærið og kyssti karlinn :)







Í bílnum með Steinku og Freyju



Nývaknaður :)

Skemmtilegur dagur með bíltúr og kaffi

Steingrímur vaknaði kl. 7:16 og var hress og velúthvíldur. Borðaði vel af hafragraut með smá sveskjumauki. Hann brunaði svo um alla íbúð hress og kátur allan morguninn. Smellti sér oft upp í sófa og var mikið inni í eldhúsi :). Hann borðaði vel af hádegismatnum og lét vel í ljós hvenær hann vildi meira að drekka. Eftir hádegið fórum við í bíltúr með Steinku systur. Fyrst fórum við út með ströndinni við Straumsvík og stoppuðum við gamlar rústir og nutum góða veðursins á meðan Freyja fékk aðeins að viðra sig. Veðrið var dásamlegt, blankalogn og sólskin :) Svo fórum við að Vatnsleysuströnd og stoppuðum við Kálfatjarnarkirkju. Eftir það fórum við heim til Steinku í Kópavoginn og þar var boðið upp á góðar veitingar. Steingrímur þekkti sig vel og brunaði um allt, lagðist í gluggann og var bara mjög hress. Við héldum svo heim á leið og var gaurinn hress þar til korter yfir sex, þá var hann að sofna. Hann fékk þá að borða en gubbaði smá og var lítill í sér. Hann jafnaði sig svo og náði að borða nokkrar skeiðar til að fá eitthvað í mallann. Pabbi og mamma komu svo í heimsókn og fengu aðeins að knúsa kallinn sinn en svo fór hann í rúmið, sefur þar sætt og rótt :)

Friday, February 27, 2009



Kúrt á teppinu eins og svo oft áður!


Á leiðinni til mín að sníkja knús :)

Slappað af í sófanum


Knúsikarlinn mikli :)

Herra Steingrímur lá á dýnu í leikskólanum og var að fá tásunudd þegar ég kom. Þvílíkur lúxus :) Enda sást að honum fannst það alls ekki leiðinlegt. Eftir smástund brölti hann á fætur og gekk beint til mín og rétti hendurnar upp til að láta taka sig. Bráðnibráðnibráðn, auðvitað var hann tekinn beint upp og ég fékk gott knús. Hann hjálpaði vel til þegar ég var að klæða hann, dró húfuna niður, stakk höndunum í ermarnar og rétti mér fætur til að setja í skó. Svo brunaði hann út og var frekar fúll þegar við töfðumst við að fá bókina hans í töskuna! Þegar heim kom smellti hann sér upp í sófa og chillaði þar um stund. Svo brunaði hann á uppáhaldsstaðinn í eldhúsinu. Hann var afar ánægður og hress og raulaði mikið fyrir mig :D Þegar kom að kvöldmatnum mætti minn við stólinn og var til í tuskið. Lyfin runnu niður án neinna mótmæla og hann borðaði vel af kvöldmatnum :D Benti svo ákveðið á að fá að drekka, bað hann að velja annaðhvort skeiðina eða fernuna með því að leggja hendina á, hann hikaði ekki og lagði hendina á kókómjólkina :) Svo fór ég að gera hann tilbúinn fyrir svefninn og lítill gaur á nærklæðum slapp fram og lagðist á mottuna sína :D Hann sofnaði kl. hálf átta enda vaknaði hann snemma í Rjóðrinu. Sefur núna sætt og rótt :)

Sunday, February 01, 2009

Baðferð :)














Í kaffi hjá Kötu


Hreinn og fínn ungi :)

Steingrímur vaknaði kl. 7 í morgun og borðaði alveg yfir sig af hafragraut. Slappaði af á mottunni stóran hluta morgunsins og var bara í rólegheitaskapi. Um hálf þrjú sofnaði hann aðeins liggjandi fram á stól en það varð stuttur bjútíblundur. Við fórum svo í heimsókn til Kötu vinkonu og vorum svo heppin að fá nýbakaðar pönnukökur :) Steingrímur smakkaði og var til í nokkra bita en lét sér svo nægja kókómjólk. Eldhúsgólfið hennar Kötu var jafn flott og síðast, mynstrið var skoðað vandlega og hann vildi helst vera þar inni. Svo héldum við heim og loksins borðaði snáðinn vel af kvöldmatnum. Fullur diskur takk og drakk vel með :) Eftir matinn skellti ég honum í bað. Ekki var það áberandi vinsælt. Ég bjó til froðu með sjampó og reyndi að fá hann til að sulla en honum leist ekkert á þetta. Var bara feginn þegar hann komstu upp úr og hló þegar hann var klæddur í nærföt og náttföt. Liggur nú og chillar í rúminu, hreinn og flottur :)