Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 28, 2009

Skemmtilegur dagur með bíltúr og kaffi

Steingrímur vaknaði kl. 7:16 og var hress og velúthvíldur. Borðaði vel af hafragraut með smá sveskjumauki. Hann brunaði svo um alla íbúð hress og kátur allan morguninn. Smellti sér oft upp í sófa og var mikið inni í eldhúsi :). Hann borðaði vel af hádegismatnum og lét vel í ljós hvenær hann vildi meira að drekka. Eftir hádegið fórum við í bíltúr með Steinku systur. Fyrst fórum við út með ströndinni við Straumsvík og stoppuðum við gamlar rústir og nutum góða veðursins á meðan Freyja fékk aðeins að viðra sig. Veðrið var dásamlegt, blankalogn og sólskin :) Svo fórum við að Vatnsleysuströnd og stoppuðum við Kálfatjarnarkirkju. Eftir það fórum við heim til Steinku í Kópavoginn og þar var boðið upp á góðar veitingar. Steingrímur þekkti sig vel og brunaði um allt, lagðist í gluggann og var bara mjög hress. Við héldum svo heim á leið og var gaurinn hress þar til korter yfir sex, þá var hann að sofna. Hann fékk þá að borða en gubbaði smá og var lítill í sér. Hann jafnaði sig svo og náði að borða nokkrar skeiðar til að fá eitthvað í mallann. Pabbi og mamma komu svo í heimsókn og fengu aðeins að knúsa kallinn sinn en svo fór hann í rúmið, sefur þar sætt og rótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home