Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, February 27, 2009

Knúsikarlinn mikli :)

Herra Steingrímur lá á dýnu í leikskólanum og var að fá tásunudd þegar ég kom. Þvílíkur lúxus :) Enda sást að honum fannst það alls ekki leiðinlegt. Eftir smástund brölti hann á fætur og gekk beint til mín og rétti hendurnar upp til að láta taka sig. Bráðnibráðnibráðn, auðvitað var hann tekinn beint upp og ég fékk gott knús. Hann hjálpaði vel til þegar ég var að klæða hann, dró húfuna niður, stakk höndunum í ermarnar og rétti mér fætur til að setja í skó. Svo brunaði hann út og var frekar fúll þegar við töfðumst við að fá bókina hans í töskuna! Þegar heim kom smellti hann sér upp í sófa og chillaði þar um stund. Svo brunaði hann á uppáhaldsstaðinn í eldhúsinu. Hann var afar ánægður og hress og raulaði mikið fyrir mig :D Þegar kom að kvöldmatnum mætti minn við stólinn og var til í tuskið. Lyfin runnu niður án neinna mótmæla og hann borðaði vel af kvöldmatnum :D Benti svo ákveðið á að fá að drekka, bað hann að velja annaðhvort skeiðina eða fernuna með því að leggja hendina á, hann hikaði ekki og lagði hendina á kókómjólkina :) Svo fór ég að gera hann tilbúinn fyrir svefninn og lítill gaur á nærklæðum slapp fram og lagðist á mottuna sína :D Hann sofnaði kl. hálf átta enda vaknaði hann snemma í Rjóðrinu. Sefur núna sætt og rótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home