Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, May 22, 2005


Hallúúú ! Steingrímur að kíka á mig í morgun Posted by Hello

Morgunafslöppun

Steingrímur vaknaði kl. 7 og fékk strax morgunmat því hann var greinlega svangur. Ekkert múður, ég vil fá þjónustu ! Enda gargaði hann þegar hann sá glasið með eplasafanum :-) Síðan erum við búin að hafa það gott í allan morgun, hann hefur leikið sér mikið og verið í góðu skapi. Hann tók í hendina á mér einu sinni og dró olbogann að munninum og opnaði, lét eins og hann ætlaði að borða hann en í staðinn fór hann að skellihlæja :-) Þetta endurtók hann nokkrum sinnum, var alltaf jafnfyndið :-))) Svo lék hann sér að því að toga í hárið á mér og velta sér svo við, haldandi enn í það, svona til að prófa hvað það þyldi mikið tog. Hmmm, frekar sterkur drengur, erfitt að fá hárið sitt aftur. Svo um kl. 11 var hann eins og pínu þreyttur, þá velti hann sér til mín og nuddaði höfðinu upp við handlegginn á mér, lagði höfuðið svo í handakrikann og hvíldi sig um stund. Svo mundi hann allt í einu eftir hádegismatnum ! Nú liggur hér sáttur og saddur ungur maður og sönglar mamamama mímímí, segir oft bara mamma, alveg aðskilið. Papa kemur líka. Er að reyna að fá hann til að segja Svava ;-) Förum svo í Kringluna á eftir.

Saturday, May 21, 2005

Húsdýragarður og fleira

Steingrímur plataði mig í morgun, hann vaknaði kl. 6 en þegar ég var búin að fara fram úr að hafa til fyrir hann dót og fleira, þá kom ég inn og fann hann steinsofandi ! Hann vaknaði svo klukkan hálf átta og borðaði vel af morgunmatnum. Síaðn chilluðum við saman inni í herbergi, m.a. fór ungi maðurinn að endurraða andlitinu á mér, togaði í nefið og kinnarnar :-) Um kl. 10 þá fórum við fram og fórum svo af stað í Húsdýragarðinn eftir hádegismatinn. Við þurftum að leggja langt frá enda mikil þvaga þarna. Við hittum Örnu Ösp og mömmu hennar og fórum saman að skoða dýrin. Fyrst fékk Steingrímur að sjá selina, síðan kíktum við á kýrnar og svínin. Hann fékk að klappa einni kúnni, fyrst fannst honum það allt í lagi, síðan gretti hann sig og kippti til sín hendinni. Það er hægt að fá fá of mikið af svona loðdýrum takk :-) Við kíktum síðan á kindurnar og geiturnar, og líka hestana sem voru úti í gerði. Einn hesturinn kom alveg að grindverkinu og fékk smá gras að launum. Svo fórum við og fengum pylsur í boði Stöðvar 2 (Sif var með M12 miða), ekki var að sjá annað en að Örnu Ösp og Steingrími líkaði vel við pylsur. Eftir fjörið í Húsdýragarðinum fórum við í heimsókn til "ömmu" í Bólstaðarhlíð, gaman hvað er mikið af þessum ömmum í þessari götu ;-) Þar fékk Steingrímur að hitta Örnu og Ólaf Steinar. Arna var afar spennt fyrir honum, stal reyndar af honum snuðinu en var líka til í að klappa honum og vera góð. Steingrímur var að myndast við að reyna að skríða, fór aðeins áfram með annan fótinn og færði hendurnar, en svo varð hann að hvíla sig. Við brunuðum svo upp í Breiðholt til að ná í Eurovision og erum nú að fylgjast með keppninni. Áfram Noregur, Danmörk og Úkraína !


Steingrímur búinn að næla sér í þriðju ömmuna Posted by Hello


Arna Ösp að vera góð við Steingrím Posted by Hello


Verið að snæða pylsur í Húsdýragarðinum, mmmm ! Posted by Hello


Oj, þessi kú er nú ekkert rosalega spennandi ! Steingrímur heilsar kusu í Húsdýragarðinum. Posted by Hello

Friday, May 20, 2005

Deitið mitt fyrir Júrovisíon er mætt á staðinn :-)

Steingrímur mætti á staðinn í feiknagóðu skapi, hló og hossaði sér í fanginu á pabba :-) Foreldrar hans töldu að hann væri orðinn svangur og það var ekki fjarri lagi ! Ungi maðurinn hesthúsaði fullum disk af eggi og blómkáli stöppuðu saman, síðan fékk hann bláberjaskyr og skolaði þessu öllu niður með kókómjólk. Ekki má gleyma heldur kleinubitunum sem hann fékk til að róa hann meðan eggið var að sjóða :-D Þegar maturinn var kominn í höfn fór hann að leika sér á teppinu. Hann var mjög áhugasamur um dótið og teygði sig í allt sem sett var á teppið og skoðaði vel. Hilda Margrét æfði barnapössunarhæfileika með því að skipta á honum og færa hann í náttfötin, en það gekk nú frekar erfiðlega á köflum þar sem ungi herrann var á fleygiferð og því erfitt að festa bleyjuna :-) Þegar ég tók hann upp af teppinu til að fara að tannbursta og þvo fyrir svefninn greip hann með sér dót sem ERFITT var að fá hann til að sleppa. Þetta er sterkur og ákveðinn ungur maður. Enda lét hann skýrt skoðun sína í ljós á því að þvo litlum börnum í framan með þvottapokum. Það er EKKI sniðugt að hans mati. Nú liggjum við uppi í rúmi og gæjinn er búinn að stela af mér myndavélarkaplinum. Hann er ekkert sérstaklega syfjulegur, við sjáum til hvenær hann dettur út af :-)


Það er allt í lagi að láta tannbursta sig, bara leiðinlegt að láta þvo sér í framan Posted by Hello


Skiptiþjónusta Hildu hf. ! Steingrímur fær nýja bleyju frá fagmanni :-) Posted by Hello


Hva, ertu enn einu sinni mætt með myndavélina !? Litli bítlastrákurinn að leika sér á teppinu Posted by Hello

Sunday, May 01, 2005

Erfið nótt, góður morgun

Steingrímur vaknaði fyrst kl. 3 í nótt, svo aftur kl. 4, hálf fimm, fimm og svo sex ! Mér tókst alltaf að svæfa hann aftur með duddunni, en kl. 6 leyfði ég honum að vakna og spilaði fyrir hann barnaplötu í tölvunni. Klukkan 7 var morgunmatur, hafragrautur með jarðarberjajógúrt út í. Hann borðaði fullan disk, drakk heilan pela og var afar ánægður á eftir. Svo dóluðum við bara inni í stofu, horfðum á sjónvarpið og Steingrímur lék sér líka á teppinu. Hann fékk líka að prófa að hossa sér á jógaboltanum mínum, það var gaman, hann hló mikið að því. Um tíuleytið tók hann sér 20 mínútna kríu og vaknaði aftur í stuði, því hann rúllaði um af miklum krafti og ég hafði ekki undan að elta hann ! Svo fengum við okkur hádegismat, ýsa með soðnu grænmeti og smjöri. Herrann borðaði fullan disk og liggur nú hinn ánægðasti og telur fingur inni í stofu. Við ætlum svo að skella okkur í Garðheima og kíkja á dótið þar.


Steinsofandi gaur í gærkvöldi Posted by Hello