Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, May 21, 2005

Húsdýragarður og fleira

Steingrímur plataði mig í morgun, hann vaknaði kl. 6 en þegar ég var búin að fara fram úr að hafa til fyrir hann dót og fleira, þá kom ég inn og fann hann steinsofandi ! Hann vaknaði svo klukkan hálf átta og borðaði vel af morgunmatnum. Síaðn chilluðum við saman inni í herbergi, m.a. fór ungi maðurinn að endurraða andlitinu á mér, togaði í nefið og kinnarnar :-) Um kl. 10 þá fórum við fram og fórum svo af stað í Húsdýragarðinn eftir hádegismatinn. Við þurftum að leggja langt frá enda mikil þvaga þarna. Við hittum Örnu Ösp og mömmu hennar og fórum saman að skoða dýrin. Fyrst fékk Steingrímur að sjá selina, síðan kíktum við á kýrnar og svínin. Hann fékk að klappa einni kúnni, fyrst fannst honum það allt í lagi, síðan gretti hann sig og kippti til sín hendinni. Það er hægt að fá fá of mikið af svona loðdýrum takk :-) Við kíktum síðan á kindurnar og geiturnar, og líka hestana sem voru úti í gerði. Einn hesturinn kom alveg að grindverkinu og fékk smá gras að launum. Svo fórum við og fengum pylsur í boði Stöðvar 2 (Sif var með M12 miða), ekki var að sjá annað en að Örnu Ösp og Steingrími líkaði vel við pylsur. Eftir fjörið í Húsdýragarðinum fórum við í heimsókn til "ömmu" í Bólstaðarhlíð, gaman hvað er mikið af þessum ömmum í þessari götu ;-) Þar fékk Steingrímur að hitta Örnu og Ólaf Steinar. Arna var afar spennt fyrir honum, stal reyndar af honum snuðinu en var líka til í að klappa honum og vera góð. Steingrímur var að myndast við að reyna að skríða, fór aðeins áfram með annan fótinn og færði hendurnar, en svo varð hann að hvíla sig. Við brunuðum svo upp í Breiðholt til að ná í Eurovision og erum nú að fylgjast með keppninni. Áfram Noregur, Danmörk og Úkraína !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home