Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, May 01, 2005

Erfið nótt, góður morgun

Steingrímur vaknaði fyrst kl. 3 í nótt, svo aftur kl. 4, hálf fimm, fimm og svo sex ! Mér tókst alltaf að svæfa hann aftur með duddunni, en kl. 6 leyfði ég honum að vakna og spilaði fyrir hann barnaplötu í tölvunni. Klukkan 7 var morgunmatur, hafragrautur með jarðarberjajógúrt út í. Hann borðaði fullan disk, drakk heilan pela og var afar ánægður á eftir. Svo dóluðum við bara inni í stofu, horfðum á sjónvarpið og Steingrímur lék sér líka á teppinu. Hann fékk líka að prófa að hossa sér á jógaboltanum mínum, það var gaman, hann hló mikið að því. Um tíuleytið tók hann sér 20 mínútna kríu og vaknaði aftur í stuði, því hann rúllaði um af miklum krafti og ég hafði ekki undan að elta hann ! Svo fengum við okkur hádegismat, ýsa með soðnu grænmeti og smjöri. Herrann borðaði fullan disk og liggur nú hinn ánægðasti og telur fingur inni í stofu. Við ætlum svo að skella okkur í Garðheima og kíkja á dótið þar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home