Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, March 25, 2005

Heimsókn í Mosó

Ég skellti mér í heimsókn í Mosó á föstudaginn langa en Steingrímur var steinsofandi þegar ég kom svo að ég fór bara með mömmu hans út og viðraði hana :-) Þegar við komum heim fórum við að spila, en eftir skamma stund kom pabbi niður stigann með nývaknaðan ungan mann með hárið út í loftið. Ég fékk auðvitað gæjann beint í fangið og naut þess að knúsa hann smá. Það kostaði dálítil slagsmál að passa að hann myndi ekki "hjálpa" mér í spilinu. Síðan bað ég mömmu um að sýna mér hvernig herrann væri þegar hann væri settur í standinn sinn. Við spenntum hann því fastan í standinn og hann stóð þar ánægður í augnablik. Því miður fékk hann svo flogakast svo við leystum hann strax og settum á teppið. Kastið var í tvær mínútur og blessaður anginn var örmagna eftir það. Enda var hann pirraður seinna þegar ég þurfti að trufla hann með því að klæða hann í sparfötin, en hann var að fara í mat til ömmu. Hann róaðist reyndar þegar pabbi birtist með dudduna, hún bjargar nú mörgu :-) Það var því þreyttur snúlli sem ég kvaddi, sem vonandi fær nú einhverja lausn hjá lækninum eftir helgi, og vonandi fær ekki fleiri köst núna um páskana.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home