Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, March 20, 2005

Erfið nótt, góður dagur

Steingrímur svaf mjög illa síðustu nótt, vaknaði stundum hágrátandi og greinilega eitthvað að plaga hann. Mér tókst að róa hann með því að leggja hann á hliðina og strjúka magann á honum. Blessaður karlinn ! :-( Um morguninn var hann því ekki alveg eins hress og í gær, var samt að dunda sér í dótinu á teppinu. Klukkan rúmlega 10 sofnaði hann svo og svaf í tvo tíma, enda þreyttur eftir nóttina. Við fórum svo til Kristínar Önnu í heimsókn og þar fékk hann góðar veitingar. Hann borðaði fyrst steikt eggjabrauð og skolaði því svo niður með einum og hálfum Svala ! Svalinn var greinilega MJÖG góður, hann strauk fernunni og reyndi að kreista meira úr henni þegar hún var búin. Gargaði svo reiðilega þegar hún var tekin af honum og róaðist ekki fyrr en búið var að stinga rörinu á næsta svala upp í hann. Hann teygði sig á móti nýju fernunni, æstur í drykkinn! Börnin hennar Kristínar léku við gæjann, Helga María fann handa honum spegil og las fyrir hann. Steingrími virtist líka vel við Kristínu sem fékk fullt af brosum :-) Svo sýndi hann hvað hann er orðinn duglegur þegar hann var settur í sófann. Þá reisti hann sig upp að sjálfsdáðum frá sófabakinu og sat sjálfur á sófanum, óstuddur ! Duglegur ! Svo var víst kominn tími að skila litlum manni heim, á leiðinni sofnaði ungi maðurinn en vaknaði eftir lúrinn heima hjá pabba, mömmu og stóru systir :-) Góð helgi, en við munum örugglega bæði sofa fastar í nótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home