Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, April 30, 2005

Farið í ferðalag

Eftir að hafa fengið gulrótarstöppu og harðsoðið egg í hádegismat var Steingrímur til í tuskið og við fórum í ævintýraferð með systrum mínum og mömmu. Við vorum allar með nema Helen. Ég og Steingrímur vorum ein saman í bíl. Eftir smá keyrslu var hann farinn að kvarta hástöfum yfir sólinni sem skein inn í bílinn. Ég dó ekki ráðalaus þótt ég hefði enga sólhlíf, tók stuttermabol úr íþróttatöskunni og festi hann í rúðunni. Þar með var málið leyst, og ungi maðurinn svaf alla leiðina til Hveragerðis. Þegar þangað var komið vaknaði hann og við fórum og skoðuðum okkur um í Eden. Síðan var farið í Sólheima í Grímsnesi. Þar fékk Steingrímur kleinu á kaffihúsinu og svo skoðuðum við búðina. Ég keypti mér dúk og grænmetismauk. Að þessu loknu brunuðum við til Stokkseyrar og fórum á veitingahúsið Fjöruborðið. Þar snæddum við Steingrímur eðal humarsúpu með frábæru brauði. Honum fannst æðislegt að fá brauðbita vætta í súpu, og borðaði mjög vel. Í eftirmat var ávaxtamauk sem við fengum hjá Ólafi Steinari og lyfin fóru niður með því. Við keyrðum svo Þrengslaveginn heim og mér til undrunar sofnaði drengsi ekki á leiðinni ! Eftir tannburstun og þvott var kúturinn lagður í rúmið, hann neitaði samt að sofna fyrr en hálf níu. Þreyttur eftir langan dag !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home