Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, May 20, 2005

Deitið mitt fyrir Júrovisíon er mætt á staðinn :-)

Steingrímur mætti á staðinn í feiknagóðu skapi, hló og hossaði sér í fanginu á pabba :-) Foreldrar hans töldu að hann væri orðinn svangur og það var ekki fjarri lagi ! Ungi maðurinn hesthúsaði fullum disk af eggi og blómkáli stöppuðu saman, síðan fékk hann bláberjaskyr og skolaði þessu öllu niður með kókómjólk. Ekki má gleyma heldur kleinubitunum sem hann fékk til að róa hann meðan eggið var að sjóða :-D Þegar maturinn var kominn í höfn fór hann að leika sér á teppinu. Hann var mjög áhugasamur um dótið og teygði sig í allt sem sett var á teppið og skoðaði vel. Hilda Margrét æfði barnapössunarhæfileika með því að skipta á honum og færa hann í náttfötin, en það gekk nú frekar erfiðlega á köflum þar sem ungi herrann var á fleygiferð og því erfitt að festa bleyjuna :-) Þegar ég tók hann upp af teppinu til að fara að tannbursta og þvo fyrir svefninn greip hann með sér dót sem ERFITT var að fá hann til að sleppa. Þetta er sterkur og ákveðinn ungur maður. Enda lét hann skýrt skoðun sína í ljós á því að þvo litlum börnum í framan með þvottapokum. Það er EKKI sniðugt að hans mati. Nú liggjum við uppi í rúmi og gæjinn er búinn að stela af mér myndavélarkaplinum. Hann er ekkert sérstaklega syfjulegur, við sjáum til hvenær hann dettur út af :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home