Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, May 22, 2005

Morgunafslöppun

Steingrímur vaknaði kl. 7 og fékk strax morgunmat því hann var greinlega svangur. Ekkert múður, ég vil fá þjónustu ! Enda gargaði hann þegar hann sá glasið með eplasafanum :-) Síðan erum við búin að hafa það gott í allan morgun, hann hefur leikið sér mikið og verið í góðu skapi. Hann tók í hendina á mér einu sinni og dró olbogann að munninum og opnaði, lét eins og hann ætlaði að borða hann en í staðinn fór hann að skellihlæja :-) Þetta endurtók hann nokkrum sinnum, var alltaf jafnfyndið :-))) Svo lék hann sér að því að toga í hárið á mér og velta sér svo við, haldandi enn í það, svona til að prófa hvað það þyldi mikið tog. Hmmm, frekar sterkur drengur, erfitt að fá hárið sitt aftur. Svo um kl. 11 var hann eins og pínu þreyttur, þá velti hann sér til mín og nuddaði höfðinu upp við handlegginn á mér, lagði höfuðið svo í handakrikann og hvíldi sig um stund. Svo mundi hann allt í einu eftir hádegismatnum ! Nú liggur hér sáttur og saddur ungur maður og sönglar mamamama mímímí, segir oft bara mamma, alveg aðskilið. Papa kemur líka. Er að reyna að fá hann til að segja Svava ;-) Förum svo í Kringluna á eftir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home